Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2019 23:45 Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar. Vísir/EPA Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“ Bretland England Kóngafólk Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“
Bretland England Kóngafólk Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira