Guðmundur: Stórkostleg og hetjuleg barátta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2019 21:34 Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld fyrir gestgjöfum Þýskalands á HM í handbolta, 24-19. Ungt lið Íslands stóð lengi vel í því þýska, þrátt fyrir að hafa misst bæði Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson af velli vegna meiðsla. Báðir eru meðal reynslumestu manna íslenska liðsins. „Ég vil byrja að hrósa liðinu fyrir stórkostlega og hetjulega baráttu. Þeir gáfu allt í leikinn og þeir voru til algerrar fyrirmyndar,“ sagði stoltur þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn við Tómas Þór Þórðarson. „Mér finnst varnarleikurinn góður stóran hluta leiksins, en það var ekki einfalt að standa vörnina. Þeir komu með svakalegar árásir og stundum keyrðu þeir af fullum krafti inn í vörnina og drógu menn með sér. Þeir fiskuðu okkur út af með tvær stundum fyrir mjög litlar sakir,“ sagði Guðmundur. „Í fyrri hálfleik gekk okkur mjög vel. Við náðum að komast yfir en þá förum við allt í einu að leita að línunni og gefum nokkrar lélegar línusendingar. Við vorum í raun að afhenda þeim boltann.“ Guðmundur segir að það hafi líka verið sárt að nýta illa þau dauðafæri sem íslensku sóknarmennirnir náðu að skapa sér í leiknum. „Á útivelli fyrir framan 20 þúsund áhorfendur er það of mikið. En þrátt fyrir það erum við að berjast í síðari hálfleik og erum að nálgast þá. Þá klikkum við á tveimur vítum og nýtum ekki færi sem við sköpum í horninu. Þegar uppi er staðið er fimm marka munur á liðunum og það þarf ekki mikið til að breyta því,“ sagði Guðmundur sem segir að brottvísanir íslenska liðsins hafi sömuleiðis verið dýrkeyptar. „Það er að hluta til reynsluleysi um að kenna. Við hverju er að búast þegar við erum með útilínu sem er með meðalaldur rétt í kringum 20 ár?“ „Þetta er ekki einfalt verkefni fyrir þessa drengi og auðvitað söknuðum við Arons Pálmarssonar sem er okkar besti maður. Það var agalegt að geta ekki notað hann meira í dag,“ sagði þjálfarinn að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira