Guðfræðingur upplifði námskeið Öldu Karenar sem trúarlega samkomu Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2019 13:21 Alda Karen í viðtali í Íslandi í dag. Vísir LIFE Masterclass II námskeið Öldu Karenar Hjaltalín virkaði eins og trúarsamkoma á guð- og trúarbragðafræðinginn Bjarna Randver Sigurvinsson. Bjarni viðurkennir þó að ólíklega deili allir gestir námskeiðisins þeirri upplifun. Bjarni greindi frá upplifun sinni í Facebook færslu. LIFE Masterclass II námskeiðið fór fram í Laugardalshöllinni í gær, fyrir námskeiðinu stóð athafnakonan Alda Karen Hjaltalín. Alda Karen hefur mikið verið í umræðunni undanfarna viku, fyrst vegna ummæla sinna um að kyssa eigi peninga og seinna vegna umdeildra ummæla henna, „Þú ert nóg“ í tengslum við sjálfsvíg. Uppselt var á viðburðinn en ódýrustu miðar í Laugardalshöllina kostuðu 12.990kr. Allur ágóði af námskeiðinu rann til Pieta samtakanna, forvarnarsamtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.Hófst með fyrirlestri um jákvæða sjálfsmynd Bjarni Randver Sigurvinsson, guð- og trúarbragðafræðingur, var einn þeirra sem lögðu leið sína í Laugardalshöllina til að hlýða á fyrirlesturinn. Bjarni sagði dagskrána hafa hafist með líflegum og afar einlægum fyrirlestri Öldu Karenar um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar. Auk þess að sýna myndband frá bandarískum fyrirlesara tók Alda hjúkrunarfræðing og jóga gúru í viðtal. Bjarni hefur pistilinn með því að lýsa því hve forvitnilegar samkomur sem þessar séu í hans huga. Bjarni greinir það sem fór fram sem „audience cult“ eða hóp einstaklingshyggjusinnaðra áheyrenda. Hugtakið sem hann notar, „Cult“, hafi því allt aðra merkingu hér en tíðkast til að mynda í umfjöllunum um sértrúarsöfnuði. Í fyrsta viðtali Öldu Karenar var rope-jóga gúrúinn, Guðni Gunnarsson. Guðni fjallaði að sögn Bjarna um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar út frá eigin sjónarhóli. Alda tók einnig í viðtal hjúkrunarfræðinginn Sigríði A. Pálmarsdóttur sem beitir sjálfsdáleiðslu sem meðferðarúrræði. Bjarni segir viðtölin hafa verið ágætlega áhugaverð og fyrirlestrana ósköp saklausa og þar hafi ekkert komið fram sem hægt væri að telja varhugavert. Bjarni segir viðburðinn hafa virkað á sig líkt og trúarsamkoma, áhersla á orkuna einkenndi framsetningu allra sem fram komu og vísaði Jóga-gúrúinn Guðni til almættisins. Bjarni telur þó ólíklegt að allir viðstaddir hafi haft sömu upplifun af viðburðinum. Gagnrýnir lokaatriði kvöldsins „Allt það fólk sem kom þarna fram virkaði á mig sem góðviljaðir einstaklingar sem vildu gera sér grein fyrir eigin takmörkunum og miðla áfram þeirri reynslu og þeim þroska sem þeir hefðu þegar náð að afla sér í von um að fleiri taki sjálfa sig í sátt og læri að elska sjálfa sig á heilbrigðan hátt.“ segir Bjarni í pistli sínum. Hann segist jafn framt vera ágætlega sáttur með megnið af dagskránni en gagnrýnir hins vegar lokaatriði kvöldsins, hvar gestir voru kallaðir fram á gólf, raðað í raðir og var gert að láta í ljós hvort hinar ýmsu fullyrðingar áttu við um þá sjálfa. Bjarni segir þær sumar hverjar hafa verið afar persónulegar og því alls ekki fyrir alla að ljóstra slíku upp um sig. Bjarni talar um að Alda, sem hefur eins og áður segir verið gagnrýnd fyrir óvarlega framsetningu sína, hafi greinilega vandað sig á námskeiðinu. „Engum töfralausnum var heitið, engir læknar eða sálfræðingar voru gagnrýndir og engu var afneitað í vestrænum heilbrigðisvísindum,“ segir í færslunni.Símar bannaðir og gestir bundnir trúnaði Athygli vakti að í auglýsingum fyrir viðburðinn eru settar reglur um að símar hafi ekki verið leyfðir á meðan að á upplifuninni stóð sem og að áhorfendur skuldbindi sig til að gæta fyllsta trúnaðar um upplifunina sem fram fór á viðburðinum. Bjarni sagði að lokum að ekkert væri í sjálfu sér athugavert við að rukkað hafi verið fyrir viðburðinn. Hægt hefði verið að fara dýpra í málin og námskeiðið hafi ekki verið akademískt. Bjarni segir Öldu að lokum hæfileikaríka og segist vona að hún gangi menntaveginn enn frekar.Ekki náðist í Bjarna Randver við vinnslu fréttarinnar, pistil hans um LIFE Masterclass II má lesa hér að neðan. Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. 16. janúar 2019 11:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
LIFE Masterclass II námskeið Öldu Karenar Hjaltalín virkaði eins og trúarsamkoma á guð- og trúarbragðafræðinginn Bjarna Randver Sigurvinsson. Bjarni viðurkennir þó að ólíklega deili allir gestir námskeiðisins þeirri upplifun. Bjarni greindi frá upplifun sinni í Facebook færslu. LIFE Masterclass II námskeiðið fór fram í Laugardalshöllinni í gær, fyrir námskeiðinu stóð athafnakonan Alda Karen Hjaltalín. Alda Karen hefur mikið verið í umræðunni undanfarna viku, fyrst vegna ummæla sinna um að kyssa eigi peninga og seinna vegna umdeildra ummæla henna, „Þú ert nóg“ í tengslum við sjálfsvíg. Uppselt var á viðburðinn en ódýrustu miðar í Laugardalshöllina kostuðu 12.990kr. Allur ágóði af námskeiðinu rann til Pieta samtakanna, forvarnarsamtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.Hófst með fyrirlestri um jákvæða sjálfsmynd Bjarni Randver Sigurvinsson, guð- og trúarbragðafræðingur, var einn þeirra sem lögðu leið sína í Laugardalshöllina til að hlýða á fyrirlesturinn. Bjarni sagði dagskrána hafa hafist með líflegum og afar einlægum fyrirlestri Öldu Karenar um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar. Auk þess að sýna myndband frá bandarískum fyrirlesara tók Alda hjúkrunarfræðing og jóga gúru í viðtal. Bjarni hefur pistilinn með því að lýsa því hve forvitnilegar samkomur sem þessar séu í hans huga. Bjarni greinir það sem fór fram sem „audience cult“ eða hóp einstaklingshyggjusinnaðra áheyrenda. Hugtakið sem hann notar, „Cult“, hafi því allt aðra merkingu hér en tíðkast til að mynda í umfjöllunum um sértrúarsöfnuði. Í fyrsta viðtali Öldu Karenar var rope-jóga gúrúinn, Guðni Gunnarsson. Guðni fjallaði að sögn Bjarna um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar út frá eigin sjónarhóli. Alda tók einnig í viðtal hjúkrunarfræðinginn Sigríði A. Pálmarsdóttur sem beitir sjálfsdáleiðslu sem meðferðarúrræði. Bjarni segir viðtölin hafa verið ágætlega áhugaverð og fyrirlestrana ósköp saklausa og þar hafi ekkert komið fram sem hægt væri að telja varhugavert. Bjarni segir viðburðinn hafa virkað á sig líkt og trúarsamkoma, áhersla á orkuna einkenndi framsetningu allra sem fram komu og vísaði Jóga-gúrúinn Guðni til almættisins. Bjarni telur þó ólíklegt að allir viðstaddir hafi haft sömu upplifun af viðburðinum. Gagnrýnir lokaatriði kvöldsins „Allt það fólk sem kom þarna fram virkaði á mig sem góðviljaðir einstaklingar sem vildu gera sér grein fyrir eigin takmörkunum og miðla áfram þeirri reynslu og þeim þroska sem þeir hefðu þegar náð að afla sér í von um að fleiri taki sjálfa sig í sátt og læri að elska sjálfa sig á heilbrigðan hátt.“ segir Bjarni í pistli sínum. Hann segist jafn framt vera ágætlega sáttur með megnið af dagskránni en gagnrýnir hins vegar lokaatriði kvöldsins, hvar gestir voru kallaðir fram á gólf, raðað í raðir og var gert að láta í ljós hvort hinar ýmsu fullyrðingar áttu við um þá sjálfa. Bjarni segir þær sumar hverjar hafa verið afar persónulegar og því alls ekki fyrir alla að ljóstra slíku upp um sig. Bjarni talar um að Alda, sem hefur eins og áður segir verið gagnrýnd fyrir óvarlega framsetningu sína, hafi greinilega vandað sig á námskeiðinu. „Engum töfralausnum var heitið, engir læknar eða sálfræðingar voru gagnrýndir og engu var afneitað í vestrænum heilbrigðisvísindum,“ segir í færslunni.Símar bannaðir og gestir bundnir trúnaði Athygli vakti að í auglýsingum fyrir viðburðinn eru settar reglur um að símar hafi ekki verið leyfðir á meðan að á upplifuninni stóð sem og að áhorfendur skuldbindi sig til að gæta fyllsta trúnaðar um upplifunina sem fram fór á viðburðinum. Bjarni sagði að lokum að ekkert væri í sjálfu sér athugavert við að rukkað hafi verið fyrir viðburðinn. Hægt hefði verið að fara dýpra í málin og námskeiðið hafi ekki verið akademískt. Bjarni segir Öldu að lokum hæfileikaríka og segist vona að hún gangi menntaveginn enn frekar.Ekki náðist í Bjarna Randver við vinnslu fréttarinnar, pistil hans um LIFE Masterclass II má lesa hér að neðan.
Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. 16. janúar 2019 11:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30
Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45
Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. 16. janúar 2019 11:06