Um 90 prósent nemenda segjast líða vel í skóla Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2019 10:14 Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. vísir/hanna Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira