Fyrsta vegan tískuvikan Sólveig Gísladóttir skrifar 19. janúar 2019 15:00 Bleikur jakki úr gervifeldi frá Jakke með skilaboðum. Myndin er tekin á tískuvikunni í París. Jakke er breskt merki og þykir höfða mjög til yngra fólksins. Það á vel við að fyrsta vegan tískuvikan verði haldin í Los Angeles en borgin varð nýlega sú stærsta í Bandaríkjunum sem bannað hefur notkun á ekta feldi. Tískuvikan stendur í fjóra daga, frá 1. til 4. febrúar, en markmið hennar er að stöðva dýraníð í tískuiðnaðinum með því að fræða tískuspekúlanta og annað tískuáhugafólk um siðferðileg, félagsleg og umhverfisleg málefni sem snúa að nýtingu dýra í iðnaðinum. Upphafsmaður tískuvikunnar er Emmanuelle Rienda en hún er atkvæðamikill dýraverndunarsinni. Hún segist vilja koma á samræðum í tískuiðnaðinum um mikilvæg gildi eins og mannréttindi, réttindi dýra og umhverfismál. Rienda stefnir á að fara víðar með vegan tískuvikuna og vonast til að allar tískuvikur framtíðar verði í raun vegan tískuvikur. Nokkur vakning hefur orðið innan tískugeirans um notkun á gervifeldi. Nokkur merki hafa vakið athygli fyrir skemmtilega notkun á slíkum feldi, en þar má nefna Stellu McCartney, Charlotte Simone, Jakke og Shrimp en sjá má myndir af flíkum frá þessum merkjum hér með greininni.Stella McCartney er drottning gervipelsins en hún er þekktur dýraverndunarsinni. Hér er fyrirsæta í kápu úr gervifeldi sem sýnd var í París á síðasta ári.Fallegur gervipels á haust- og vetrartískusýningu Stellu McCartney á tískuvikunni í París í mars í fyrra.Fur free fur, eða feldfrír feldur, eru skilaboðin á þessum gervifeldi frá Stellu McCartney.Tískumerkið Shrimps hefur náð talsverðum vinsældum frá því það kom fyrst fram 2013. Hönnuðirnir fá innblástur frá sjöunda áratugnum með skærum litum og sniðugum sniðum sem hafa heillað margar stjörnur.Stella McCartney er drottning gervipelsins en hún er þekktur dýraverndunarsinni. Hér er fyrirsæta í kápu úr gervifeldi sem sýnd var í París á síðasta ári.Fallegur gervipels á haust- og vetrartískusýningu Stellu McCartney á tískuvikunni í París í mars í fyrra.Fur free fur, eða feldfrír feldur, eru skilaboðin á þessum gervifeldi frá Stellu McCartney.Charlotte Simone tískuhönnuður notar gervifeld í afar vinsæla trefla sem hún kallar Popsicle. Vegan Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Það á vel við að fyrsta vegan tískuvikan verði haldin í Los Angeles en borgin varð nýlega sú stærsta í Bandaríkjunum sem bannað hefur notkun á ekta feldi. Tískuvikan stendur í fjóra daga, frá 1. til 4. febrúar, en markmið hennar er að stöðva dýraníð í tískuiðnaðinum með því að fræða tískuspekúlanta og annað tískuáhugafólk um siðferðileg, félagsleg og umhverfisleg málefni sem snúa að nýtingu dýra í iðnaðinum. Upphafsmaður tískuvikunnar er Emmanuelle Rienda en hún er atkvæðamikill dýraverndunarsinni. Hún segist vilja koma á samræðum í tískuiðnaðinum um mikilvæg gildi eins og mannréttindi, réttindi dýra og umhverfismál. Rienda stefnir á að fara víðar með vegan tískuvikuna og vonast til að allar tískuvikur framtíðar verði í raun vegan tískuvikur. Nokkur vakning hefur orðið innan tískugeirans um notkun á gervifeldi. Nokkur merki hafa vakið athygli fyrir skemmtilega notkun á slíkum feldi, en þar má nefna Stellu McCartney, Charlotte Simone, Jakke og Shrimp en sjá má myndir af flíkum frá þessum merkjum hér með greininni.Stella McCartney er drottning gervipelsins en hún er þekktur dýraverndunarsinni. Hér er fyrirsæta í kápu úr gervifeldi sem sýnd var í París á síðasta ári.Fallegur gervipels á haust- og vetrartískusýningu Stellu McCartney á tískuvikunni í París í mars í fyrra.Fur free fur, eða feldfrír feldur, eru skilaboðin á þessum gervifeldi frá Stellu McCartney.Tískumerkið Shrimps hefur náð talsverðum vinsældum frá því það kom fyrst fram 2013. Hönnuðirnir fá innblástur frá sjöunda áratugnum með skærum litum og sniðugum sniðum sem hafa heillað margar stjörnur.Stella McCartney er drottning gervipelsins en hún er þekktur dýraverndunarsinni. Hér er fyrirsæta í kápu úr gervifeldi sem sýnd var í París á síðasta ári.Fallegur gervipels á haust- og vetrartískusýningu Stellu McCartney á tískuvikunni í París í mars í fyrra.Fur free fur, eða feldfrír feldur, eru skilaboðin á þessum gervifeldi frá Stellu McCartney.Charlotte Simone tískuhönnuður notar gervifeld í afar vinsæla trefla sem hún kallar Popsicle.
Vegan Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira