Leik lokið: Þýskaland - Ísland 24-19 | Íslenska sóknin máttlaus gegn þýsku blokkinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. janúar 2019 21:15 Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að þýska markinu Vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fimm mörkum fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. Ísland byrjaði leikinn mjög vel og þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi snemma komið sér upp smá forystu kom íslenska liðið til baka. Ísland skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í 5-6. Áfram spiluðu íslensku strákarnir vel og stóðu í þeim þýsku, leikurinn var í járnum þar til um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá var eins og það slökknaði á íslenska sóknarleiknum. Þjóðverjarnir tóku fjögurra marka kafla þar sem íslenska liðið átti bara eitt skot á markið. Þýska vörnin er vissulega sterk en tékknesku dómararnir settu hendurnar ítrekað upp í loft á íslenska liðið sem átti í miklum vandræðum með að ógna í sókninni. Staðan í hálfleik var 14-10. Seinni hálfleikurinn hélt áfram eins og sá fyrri endaði. Gísli Þorgeir Kristjánsson byrjaði reyndar af krafti og sótti víti strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en annars var sóknarleikurinn ekki mikið skárri en fyrir leikhléið. Íslenska vörnin stóð þó vel og kom í veg fyrir að Þjóðverjarnir keyrðu yfir okkur. Aron Pálmarsson spilaði ekkert í seinni hálfleik vegna meiðsla og Arnór Þór Gunnarsson settist einnig snemma á bekkinn vegna meiðsla og það tók sinn toll. Ungir og óreyndir leikmenn Íslands gáfust ekki upp og héldu áfram að reyna, en þetta var mjög erfiður dagur. Þegar upp var staðið unnu Þjóðverjar fimm marka sigur 24-19. Næsti leikur Íslands er eftir minna en sólarhring, þeir mæta Frökkum annað kvöld klukkan 19:30. Nánari umfjöllun, viðtöl við landsliðsmenn og fleira kemur inn á Vísi seinna í kvöld. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fimm mörkum fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. Ísland byrjaði leikinn mjög vel og þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi snemma komið sér upp smá forystu kom íslenska liðið til baka. Ísland skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í 5-6. Áfram spiluðu íslensku strákarnir vel og stóðu í þeim þýsku, leikurinn var í járnum þar til um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá var eins og það slökknaði á íslenska sóknarleiknum. Þjóðverjarnir tóku fjögurra marka kafla þar sem íslenska liðið átti bara eitt skot á markið. Þýska vörnin er vissulega sterk en tékknesku dómararnir settu hendurnar ítrekað upp í loft á íslenska liðið sem átti í miklum vandræðum með að ógna í sókninni. Staðan í hálfleik var 14-10. Seinni hálfleikurinn hélt áfram eins og sá fyrri endaði. Gísli Þorgeir Kristjánsson byrjaði reyndar af krafti og sótti víti strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en annars var sóknarleikurinn ekki mikið skárri en fyrir leikhléið. Íslenska vörnin stóð þó vel og kom í veg fyrir að Þjóðverjarnir keyrðu yfir okkur. Aron Pálmarsson spilaði ekkert í seinni hálfleik vegna meiðsla og Arnór Þór Gunnarsson settist einnig snemma á bekkinn vegna meiðsla og það tók sinn toll. Ungir og óreyndir leikmenn Íslands gáfust ekki upp og héldu áfram að reyna, en þetta var mjög erfiður dagur. Þegar upp var staðið unnu Þjóðverjar fimm marka sigur 24-19. Næsti leikur Íslands er eftir minna en sólarhring, þeir mæta Frökkum annað kvöld klukkan 19:30. Nánari umfjöllun, viðtöl við landsliðsmenn og fleira kemur inn á Vísi seinna í kvöld.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti