Rúrik genginn út Björk Eiðsdóttir skrifar 18. janúar 2019 09:59 Rúrik er greinilega farinn að slá um sig á portúgölsku en athugasemdin „Minha Linda“ myndi útleggjast sem „Fagra mín“ á íslensku og Nathalia svarar honum um hæl með athugasemdinni „Meu amor“ eða „ástin mín“. @nathaliasoliani_ Það hefur líklega farið fram hjá fáum að knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason er genginn út, beint í faðm brasilísku fyrirsætunnar Nathaliu Soliani en þau hafa bæði birt myndir á Instagram-reikningum sínum. En hver er þessi nýjasta tengdadóttir Íslands? Nathalia er á mála hjá alþjóðlegu umboðsskrifstofunni IMG models og hefur m.a komið fram í auglýsingaherferðum Top Shop og Asos. Myndaþáttur og umfjöllun um hana birtust í spænsku útgáfu karlatímaritsins FHM árið 2012 en þar kom fram að fyrirsætuferilinn hennar hafi hafist í Japan þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Aðspurð hvort hún myndi frekar velja að verja kvöldi dansandi samba eða að horfa á fótboltaleik svarar Nathalia ákveðin: Að horfa á fóboltaleik! Nathalia er augljóslega mikil íþróttamanneskja og iðkar box af miklu kappi og segir það vera sína uppáhalds íþrótt.Stalstu Rúrik frá mér? Rúrik leikur með SV Sandhausen í Þýskalandi og hafa þarlendir fjölmiðlar fjallað um sambandið og bent á að ekki fagni allir samrunanum. Eins og frægt er orðið er Rúrik sérlega vinsæll hjá Suður-amerísku kvenfólki og eru þær duglegar að láta velvild sína í ljós á instagram reikningi fótboltamannsins þar sem fylgjendur hans eru komnir yfir eina milljón. Hingað til hafa athugasemdirnar aðallega lotið að útliti kappans og einhverjar ástarjátningar hafa verið látnar flakka en nú má greina annan tón. Nokkrar þeirra sem skilja eftir athugasemdir segja Nathaliu vera heppnustu konu í heimi, aðrar segjast vera með tárum og saka hana um að hafa stolið kappanum. Einnig er Nathalia beðin að gæta hans sérlega vel og einhverjar fagna því að það sé þó alla vega latnesk dama sem nældi sér í hann og biðja hana fyrir skilaboðum til hans. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Það hefur líklega farið fram hjá fáum að knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason er genginn út, beint í faðm brasilísku fyrirsætunnar Nathaliu Soliani en þau hafa bæði birt myndir á Instagram-reikningum sínum. En hver er þessi nýjasta tengdadóttir Íslands? Nathalia er á mála hjá alþjóðlegu umboðsskrifstofunni IMG models og hefur m.a komið fram í auglýsingaherferðum Top Shop og Asos. Myndaþáttur og umfjöllun um hana birtust í spænsku útgáfu karlatímaritsins FHM árið 2012 en þar kom fram að fyrirsætuferilinn hennar hafi hafist í Japan þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Aðspurð hvort hún myndi frekar velja að verja kvöldi dansandi samba eða að horfa á fótboltaleik svarar Nathalia ákveðin: Að horfa á fóboltaleik! Nathalia er augljóslega mikil íþróttamanneskja og iðkar box af miklu kappi og segir það vera sína uppáhalds íþrótt.Stalstu Rúrik frá mér? Rúrik leikur með SV Sandhausen í Þýskalandi og hafa þarlendir fjölmiðlar fjallað um sambandið og bent á að ekki fagni allir samrunanum. Eins og frægt er orðið er Rúrik sérlega vinsæll hjá Suður-amerísku kvenfólki og eru þær duglegar að láta velvild sína í ljós á instagram reikningi fótboltamannsins þar sem fylgjendur hans eru komnir yfir eina milljón. Hingað til hafa athugasemdirnar aðallega lotið að útliti kappans og einhverjar ástarjátningar hafa verið látnar flakka en nú má greina annan tón. Nokkrar þeirra sem skilja eftir athugasemdir segja Nathaliu vera heppnustu konu í heimi, aðrar segjast vera með tárum og saka hana um að hafa stolið kappanum. Einnig er Nathalia beðin að gæta hans sérlega vel og einhverjar fagna því að það sé þó alla vega latnesk dama sem nældi sér í hann og biðja hana fyrir skilaboðum til hans.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“