Ace Combat 7: Skies Unknown - Þrusu skemmtun í háloftunum Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2019 14:45 Spilarar setja sig í skó flugmannsins Trigger. Bandai Namco Ace Combat 7: Skies Unknown er fyrst og fremst hraður og skemmtilegur. Hér erum við ekki að tala um nokkurs konar hermi, þar sem raunveruleikinn skiptir máli. Spilarar þurfa ekki að fara á námskeið til að geta flogið. Það er nóg að byrja bara og skemmta sér. Þetta er hasar-leikur og góður hasar-leikur. Spilarar setja sig í skó flugmannsins Trigger. Hann/hún er einkar góð/ur flugmaður en kann þó ekki að tala. Trigger lendir í smá vandræðum og er sakaður um að skjóta niður vitlausa flugvél. Þá fer Trigger í fangelsi en fær samt að fljúga áfram í sérstakri sveit fanga og slær þar í gegn. Hann fær þau verkefni að granda orrustuþotum og drónum í massavís, auk þess að sökkva skipum, sprengja skriðdreka, loftvarnir og heilu herstöðvarnar í loft upp.Stærsti galli AC7 er án efa saga hans. Það má kannski segja eitthvað um söguþráð leiksins en það helsta er að hann er til staðar. Meira veit ég svo sem ekki. Hann fjallar um stríð á milli stórra ríkja í tilbúnum heimi, geimlyfta, gamall ofur-flugmaður, prinsessa, flóttaólk, vélvirkjar og generískir vondir karlar. Ég reyndi að fylgjast með en missti fljótt áhugann. Ég skil ekki alveg hvað var í gangi þarna og leikurinn var lítið sem ekkert að hjálpa mér þar. Þá kemur stundum fyrir að það er erfitt að átta sig á hvaða verkefni maður á að leysa. AC7 lítur þó mjög vel út. Orrustuþotur leiksins byggja allar á raunverulegum orrustuþotum og eru mjög flottar. Þá er allt umhverfi leiksins eins og landslag einnig flott og veðuráhrif eru sérstaklega skemmtileg. Þá er vert að taka fram að í gegnum spilun mína man ég ekki til þess að hafa einu sinni orðið var við eitthvað hökkt, sem er mikill plús. Spilarar fá stig eftir hvert borð en fjöldi þeirra ræðst af því hvernig þeim gekk, erfiðleikastigi og öðru. Þau stig eru svo notuð til að kaupa nýjar flugvélar og uppfærslur. Þannig er að hægt að sníða allar flugvélar leiksins eftir því hvernig spilarar vilja hafa þær. Persónulega vil ég hafa liprar og hraðskreiðar flugvélar, svo ég geti komið mér undan flugskeytum. Lengst af vissi ég ekki hvernig átti að skjóta tálbeitum (flares) á loft og þurfti ég að haga mér eftir því. Krappar beygjur og mikill hraði dugar alltaf til. Allavega stundum.Ég varð fyrir þó nokkrum vonbrigðum þegar ég uppgötvaði að ég gat ekki notað gleðipinnann minn í AC7. Ég var þó lygilega fljótur að venjast því að nota músina og lyklaborðið, með góðum árangri, þó ég segi sjálfur frá. Spilarar geta ráðið því sjónarhorni sem þeir spila með. Annað hvort er hægt að horfa á flugvélina aftan frá eða spila úr sjónarhorni flugmannsins, sem er alltaf skemmtilegra. Einspilunarhluti leiksins er tiltölulega langur og inniheldur mörg skemmtileg borð. Þá er einnig hægt að spila öll borðin aftur en þau eru öll tiltölulega fjölbreytt, þannig að mér fannst ekki eins og ég væri sífellt að gera sömu verkefnin.Bandai NamcoAC7 inniheldur einnig fjölspilun þar sem spilarar geta att kappi við aðra og skrifað ávísanir sem líkamar þeirra eiga ekki inneign fyrir. Mér hefur þó gengið illa að spila Multiplayer og finn aldrei leiki, sem er pirrandi, því ég hef mikinn áhuga á því. Leikurinn kom þó bara út í dag og eflaust ekki margir að spila enn sem komið er. Ég mun mögulega bæta einhverju hér við á næstu dögum. Það er hægt að spila nokkur borð leiksins með sýndarraunveruleikagleraugum og þó ég hafi ekki haft tök á því að prófa það, er óhætt að segja að það líti mjög vel út.Samantekt-ish Ég man ekki til þess að ég hafi spilað aðra leiki í þessari langlífu seríu, enda eru einhver tólf ár frá því að síðasti leikur kom út. Ég skemmti mér þó mjög vel yfir AC7. Spilun leiksins er mjög góð. Hann er hraður, skemmtilegur, spennandi, lítur vel út og „rönnar“ frábærlega. Reyndar er sagan stórundarleg og þvælist eiginlega bara fyrir en það gerir varla að sök í leik sem þessum. Það er orðið ansi langt síðan ég spilaði góðan flug-orrustuleik og það er óhætt að segja að ég sé þrususáttur. Eitt að lokum, ef þið spilið þennan leik og hlustið ekki nánast non-stop á Danger Zone með Kenny Loggins á meðan, eru þið að spila leikinn vitlaust.Ég spilaði leikinn á PC og fékk eintak hjá framleiðendum hans, Bandai Namco. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Ace Combat 7: Skies Unknown er fyrst og fremst hraður og skemmtilegur. Hér erum við ekki að tala um nokkurs konar hermi, þar sem raunveruleikinn skiptir máli. Spilarar þurfa ekki að fara á námskeið til að geta flogið. Það er nóg að byrja bara og skemmta sér. Þetta er hasar-leikur og góður hasar-leikur. Spilarar setja sig í skó flugmannsins Trigger. Hann/hún er einkar góð/ur flugmaður en kann þó ekki að tala. Trigger lendir í smá vandræðum og er sakaður um að skjóta niður vitlausa flugvél. Þá fer Trigger í fangelsi en fær samt að fljúga áfram í sérstakri sveit fanga og slær þar í gegn. Hann fær þau verkefni að granda orrustuþotum og drónum í massavís, auk þess að sökkva skipum, sprengja skriðdreka, loftvarnir og heilu herstöðvarnar í loft upp.Stærsti galli AC7 er án efa saga hans. Það má kannski segja eitthvað um söguþráð leiksins en það helsta er að hann er til staðar. Meira veit ég svo sem ekki. Hann fjallar um stríð á milli stórra ríkja í tilbúnum heimi, geimlyfta, gamall ofur-flugmaður, prinsessa, flóttaólk, vélvirkjar og generískir vondir karlar. Ég reyndi að fylgjast með en missti fljótt áhugann. Ég skil ekki alveg hvað var í gangi þarna og leikurinn var lítið sem ekkert að hjálpa mér þar. Þá kemur stundum fyrir að það er erfitt að átta sig á hvaða verkefni maður á að leysa. AC7 lítur þó mjög vel út. Orrustuþotur leiksins byggja allar á raunverulegum orrustuþotum og eru mjög flottar. Þá er allt umhverfi leiksins eins og landslag einnig flott og veðuráhrif eru sérstaklega skemmtileg. Þá er vert að taka fram að í gegnum spilun mína man ég ekki til þess að hafa einu sinni orðið var við eitthvað hökkt, sem er mikill plús. Spilarar fá stig eftir hvert borð en fjöldi þeirra ræðst af því hvernig þeim gekk, erfiðleikastigi og öðru. Þau stig eru svo notuð til að kaupa nýjar flugvélar og uppfærslur. Þannig er að hægt að sníða allar flugvélar leiksins eftir því hvernig spilarar vilja hafa þær. Persónulega vil ég hafa liprar og hraðskreiðar flugvélar, svo ég geti komið mér undan flugskeytum. Lengst af vissi ég ekki hvernig átti að skjóta tálbeitum (flares) á loft og þurfti ég að haga mér eftir því. Krappar beygjur og mikill hraði dugar alltaf til. Allavega stundum.Ég varð fyrir þó nokkrum vonbrigðum þegar ég uppgötvaði að ég gat ekki notað gleðipinnann minn í AC7. Ég var þó lygilega fljótur að venjast því að nota músina og lyklaborðið, með góðum árangri, þó ég segi sjálfur frá. Spilarar geta ráðið því sjónarhorni sem þeir spila með. Annað hvort er hægt að horfa á flugvélina aftan frá eða spila úr sjónarhorni flugmannsins, sem er alltaf skemmtilegra. Einspilunarhluti leiksins er tiltölulega langur og inniheldur mörg skemmtileg borð. Þá er einnig hægt að spila öll borðin aftur en þau eru öll tiltölulega fjölbreytt, þannig að mér fannst ekki eins og ég væri sífellt að gera sömu verkefnin.Bandai NamcoAC7 inniheldur einnig fjölspilun þar sem spilarar geta att kappi við aðra og skrifað ávísanir sem líkamar þeirra eiga ekki inneign fyrir. Mér hefur þó gengið illa að spila Multiplayer og finn aldrei leiki, sem er pirrandi, því ég hef mikinn áhuga á því. Leikurinn kom þó bara út í dag og eflaust ekki margir að spila enn sem komið er. Ég mun mögulega bæta einhverju hér við á næstu dögum. Það er hægt að spila nokkur borð leiksins með sýndarraunveruleikagleraugum og þó ég hafi ekki haft tök á því að prófa það, er óhætt að segja að það líti mjög vel út.Samantekt-ish Ég man ekki til þess að ég hafi spilað aðra leiki í þessari langlífu seríu, enda eru einhver tólf ár frá því að síðasti leikur kom út. Ég skemmti mér þó mjög vel yfir AC7. Spilun leiksins er mjög góð. Hann er hraður, skemmtilegur, spennandi, lítur vel út og „rönnar“ frábærlega. Reyndar er sagan stórundarleg og þvælist eiginlega bara fyrir en það gerir varla að sök í leik sem þessum. Það er orðið ansi langt síðan ég spilaði góðan flug-orrustuleik og það er óhætt að segja að ég sé þrususáttur. Eitt að lokum, ef þið spilið þennan leik og hlustið ekki nánast non-stop á Danger Zone með Kenny Loggins á meðan, eru þið að spila leikinn vitlaust.Ég spilaði leikinn á PC og fékk eintak hjá framleiðendum hans, Bandai Namco.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira