Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. janúar 2019 12:00 Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00