Arngrímur fékk nóg af því að vera sköllóttur og fór í sársaukafulla aðgerð Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2019 10:30 Arngrímur hélt fyrirfram að hann yrði svæfður í aðgerðinni. Svo var ekki. Þrátt fyrir að töffarar og fyrirmyndir eins og Jason Statham, Bruce Willis og Bubbi Morthens séu sköllóttir, nægir það ekki til að allir séu sáttir við að missa hárið. Þetta leggst á sálina á mörgum og þannig er það í tilfelli Arngríms Baldurssonar sem ákvað að berjast á móti. Hann fór í kostnaðarsama og sársaukafulla aðgerð til að fá hárið á ný og myndi fara sömu leið aftur eins og hann segir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi minn var sköllóttur en hann var svona sköllóttur á huggulegan hátt,“ segir Arngrímur. „Hann var með svona skemmtilegan sveip og mér fannst það bara mjög huggulegt. En ég var að þróast í það að fá munkaskalla og var ekki tilbúinn að skella mér í kufl og ganga í klaustur. Þannig að mig langaði aðeins að breyta því.“ Arngrímur segir að það séu klár ummerki að maður sé að eldast þegar hárið fer að falla. Það hafi verið erfitt að takast á við.Arngrímur reif alla fjölskylduna með til Tyrklands.„Sumir vinir sem maður var að hitta eftir nokkur ár höfðu orð á því að maður nú að missa hárið og eitthvað að gantast með þetta,“ segir Arngrímur sem leiddi ummælin hjá sér en segir að þau særi samt sem áður töluvert. Hann segir að hármissirinn hafi lagst á sálina. „Mér finnst þetta lúkk ekki fara mér vel,“ segir Arngrímur sem tók málin í eigin hendur og fór í hárígræðslu í Tyrklandi en það er aðgerðin mun ódýrari en í öðrum löndum, en hann borgaði 250 þúsund krónur. Arngrímur tók alla fjölskylduna með og gerði frí úr öllu ferlinu. Hann fór í klukkustunda viðtal og síðan beint á skurðborðið. „Ef þér finnst vont að vera deyfður hjá tannlækni þá getur þú margfaldað þetta með svona 25. Hausinn á þér er mjög viðkvæmt svæði og maður er ekki beint vanur því að það sé verið að sprauta deyfiefni í hausinn á manni. Þegar yfir lauk var búið að sprauta sextíu sinnum í hausinn á mér og ég alltaf vakandi. Ég hélt að ég yrði sofandi í þessari aðgerð.“ Hann segir að þegar deyfingunni er lokið sé byrjað á því skjóta niður til að ná hári upp með rótum. Þetta sé gert á svæði þar sem Arngrímur er hærður.Arngrímur er með töluverða áverka á hægri hlið höfuðsins.„Þeir taka fimm þúsund hársekki úr mér á um fjórum tímum. Þegar þetta er búið þá fæ ég hádegismat og svo eftir hádegi er farið að setja hársekkina á svæðið þar sem ég er sköllóttur.“ Aðgerðin tók alls tíu tíma. „Ég er þarna í tíu tíma og svo er manni skutlað heim í fansí leigubíl,“ segir hann en næstu fimm daga varð hann síðan að passa sig töluvert. Það mátti ekki rigna á höfuðið, hann varð að sofa á bakinu og mátti ekki klóra sér í hausnum. Arngrímur varð fyrir töluverðum áverkum á hægri hlið höfuðsins þar sem hársekkirnir voru fjarlægðir. „Það blæddi svo mikið og ég held að það sé ekkert rosalega venjubundið að maður fái svona mikla áverka en þeim fannst þetta mjög jákvætt, því þá væri höfuðið á mér svo blóðríkt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Þrátt fyrir að töffarar og fyrirmyndir eins og Jason Statham, Bruce Willis og Bubbi Morthens séu sköllóttir, nægir það ekki til að allir séu sáttir við að missa hárið. Þetta leggst á sálina á mörgum og þannig er það í tilfelli Arngríms Baldurssonar sem ákvað að berjast á móti. Hann fór í kostnaðarsama og sársaukafulla aðgerð til að fá hárið á ný og myndi fara sömu leið aftur eins og hann segir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi minn var sköllóttur en hann var svona sköllóttur á huggulegan hátt,“ segir Arngrímur. „Hann var með svona skemmtilegan sveip og mér fannst það bara mjög huggulegt. En ég var að þróast í það að fá munkaskalla og var ekki tilbúinn að skella mér í kufl og ganga í klaustur. Þannig að mig langaði aðeins að breyta því.“ Arngrímur segir að það séu klár ummerki að maður sé að eldast þegar hárið fer að falla. Það hafi verið erfitt að takast á við.Arngrímur reif alla fjölskylduna með til Tyrklands.„Sumir vinir sem maður var að hitta eftir nokkur ár höfðu orð á því að maður nú að missa hárið og eitthvað að gantast með þetta,“ segir Arngrímur sem leiddi ummælin hjá sér en segir að þau særi samt sem áður töluvert. Hann segir að hármissirinn hafi lagst á sálina. „Mér finnst þetta lúkk ekki fara mér vel,“ segir Arngrímur sem tók málin í eigin hendur og fór í hárígræðslu í Tyrklandi en það er aðgerðin mun ódýrari en í öðrum löndum, en hann borgaði 250 þúsund krónur. Arngrímur tók alla fjölskylduna með og gerði frí úr öllu ferlinu. Hann fór í klukkustunda viðtal og síðan beint á skurðborðið. „Ef þér finnst vont að vera deyfður hjá tannlækni þá getur þú margfaldað þetta með svona 25. Hausinn á þér er mjög viðkvæmt svæði og maður er ekki beint vanur því að það sé verið að sprauta deyfiefni í hausinn á manni. Þegar yfir lauk var búið að sprauta sextíu sinnum í hausinn á mér og ég alltaf vakandi. Ég hélt að ég yrði sofandi í þessari aðgerð.“ Hann segir að þegar deyfingunni er lokið sé byrjað á því skjóta niður til að ná hári upp með rótum. Þetta sé gert á svæði þar sem Arngrímur er hærður.Arngrímur er með töluverða áverka á hægri hlið höfuðsins.„Þeir taka fimm þúsund hársekki úr mér á um fjórum tímum. Þegar þetta er búið þá fæ ég hádegismat og svo eftir hádegi er farið að setja hársekkina á svæðið þar sem ég er sköllóttur.“ Aðgerðin tók alls tíu tíma. „Ég er þarna í tíu tíma og svo er manni skutlað heim í fansí leigubíl,“ segir hann en næstu fimm daga varð hann síðan að passa sig töluvert. Það mátti ekki rigna á höfuðið, hann varð að sofa á bakinu og mátti ekki klóra sér í hausnum. Arngrímur varð fyrir töluverðum áverkum á hægri hlið höfuðsins þar sem hársekkirnir voru fjarlægðir. „Það blæddi svo mikið og ég held að það sé ekkert rosalega venjubundið að maður fái svona mikla áverka en þeim fannst þetta mjög jákvætt, því þá væri höfuðið á mér svo blóðríkt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira