Arngrímur fékk nóg af því að vera sköllóttur og fór í sársaukafulla aðgerð Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2019 10:30 Arngrímur hélt fyrirfram að hann yrði svæfður í aðgerðinni. Svo var ekki. Þrátt fyrir að töffarar og fyrirmyndir eins og Jason Statham, Bruce Willis og Bubbi Morthens séu sköllóttir, nægir það ekki til að allir séu sáttir við að missa hárið. Þetta leggst á sálina á mörgum og þannig er það í tilfelli Arngríms Baldurssonar sem ákvað að berjast á móti. Hann fór í kostnaðarsama og sársaukafulla aðgerð til að fá hárið á ný og myndi fara sömu leið aftur eins og hann segir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi minn var sköllóttur en hann var svona sköllóttur á huggulegan hátt,“ segir Arngrímur. „Hann var með svona skemmtilegan sveip og mér fannst það bara mjög huggulegt. En ég var að þróast í það að fá munkaskalla og var ekki tilbúinn að skella mér í kufl og ganga í klaustur. Þannig að mig langaði aðeins að breyta því.“ Arngrímur segir að það séu klár ummerki að maður sé að eldast þegar hárið fer að falla. Það hafi verið erfitt að takast á við.Arngrímur reif alla fjölskylduna með til Tyrklands.„Sumir vinir sem maður var að hitta eftir nokkur ár höfðu orð á því að maður nú að missa hárið og eitthvað að gantast með þetta,“ segir Arngrímur sem leiddi ummælin hjá sér en segir að þau særi samt sem áður töluvert. Hann segir að hármissirinn hafi lagst á sálina. „Mér finnst þetta lúkk ekki fara mér vel,“ segir Arngrímur sem tók málin í eigin hendur og fór í hárígræðslu í Tyrklandi en það er aðgerðin mun ódýrari en í öðrum löndum, en hann borgaði 250 þúsund krónur. Arngrímur tók alla fjölskylduna með og gerði frí úr öllu ferlinu. Hann fór í klukkustunda viðtal og síðan beint á skurðborðið. „Ef þér finnst vont að vera deyfður hjá tannlækni þá getur þú margfaldað þetta með svona 25. Hausinn á þér er mjög viðkvæmt svæði og maður er ekki beint vanur því að það sé verið að sprauta deyfiefni í hausinn á manni. Þegar yfir lauk var búið að sprauta sextíu sinnum í hausinn á mér og ég alltaf vakandi. Ég hélt að ég yrði sofandi í þessari aðgerð.“ Hann segir að þegar deyfingunni er lokið sé byrjað á því skjóta niður til að ná hári upp með rótum. Þetta sé gert á svæði þar sem Arngrímur er hærður.Arngrímur er með töluverða áverka á hægri hlið höfuðsins.„Þeir taka fimm þúsund hársekki úr mér á um fjórum tímum. Þegar þetta er búið þá fæ ég hádegismat og svo eftir hádegi er farið að setja hársekkina á svæðið þar sem ég er sköllóttur.“ Aðgerðin tók alls tíu tíma. „Ég er þarna í tíu tíma og svo er manni skutlað heim í fansí leigubíl,“ segir hann en næstu fimm daga varð hann síðan að passa sig töluvert. Það mátti ekki rigna á höfuðið, hann varð að sofa á bakinu og mátti ekki klóra sér í hausnum. Arngrímur varð fyrir töluverðum áverkum á hægri hlið höfuðsins þar sem hársekkirnir voru fjarlægðir. „Það blæddi svo mikið og ég held að það sé ekkert rosalega venjubundið að maður fái svona mikla áverka en þeim fannst þetta mjög jákvætt, því þá væri höfuðið á mér svo blóðríkt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Þrátt fyrir að töffarar og fyrirmyndir eins og Jason Statham, Bruce Willis og Bubbi Morthens séu sköllóttir, nægir það ekki til að allir séu sáttir við að missa hárið. Þetta leggst á sálina á mörgum og þannig er það í tilfelli Arngríms Baldurssonar sem ákvað að berjast á móti. Hann fór í kostnaðarsama og sársaukafulla aðgerð til að fá hárið á ný og myndi fara sömu leið aftur eins og hann segir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi minn var sköllóttur en hann var svona sköllóttur á huggulegan hátt,“ segir Arngrímur. „Hann var með svona skemmtilegan sveip og mér fannst það bara mjög huggulegt. En ég var að þróast í það að fá munkaskalla og var ekki tilbúinn að skella mér í kufl og ganga í klaustur. Þannig að mig langaði aðeins að breyta því.“ Arngrímur segir að það séu klár ummerki að maður sé að eldast þegar hárið fer að falla. Það hafi verið erfitt að takast á við.Arngrímur reif alla fjölskylduna með til Tyrklands.„Sumir vinir sem maður var að hitta eftir nokkur ár höfðu orð á því að maður nú að missa hárið og eitthvað að gantast með þetta,“ segir Arngrímur sem leiddi ummælin hjá sér en segir að þau særi samt sem áður töluvert. Hann segir að hármissirinn hafi lagst á sálina. „Mér finnst þetta lúkk ekki fara mér vel,“ segir Arngrímur sem tók málin í eigin hendur og fór í hárígræðslu í Tyrklandi en það er aðgerðin mun ódýrari en í öðrum löndum, en hann borgaði 250 þúsund krónur. Arngrímur tók alla fjölskylduna með og gerði frí úr öllu ferlinu. Hann fór í klukkustunda viðtal og síðan beint á skurðborðið. „Ef þér finnst vont að vera deyfður hjá tannlækni þá getur þú margfaldað þetta með svona 25. Hausinn á þér er mjög viðkvæmt svæði og maður er ekki beint vanur því að það sé verið að sprauta deyfiefni í hausinn á manni. Þegar yfir lauk var búið að sprauta sextíu sinnum í hausinn á mér og ég alltaf vakandi. Ég hélt að ég yrði sofandi í þessari aðgerð.“ Hann segir að þegar deyfingunni er lokið sé byrjað á því skjóta niður til að ná hári upp með rótum. Þetta sé gert á svæði þar sem Arngrímur er hærður.Arngrímur er með töluverða áverka á hægri hlið höfuðsins.„Þeir taka fimm þúsund hársekki úr mér á um fjórum tímum. Þegar þetta er búið þá fæ ég hádegismat og svo eftir hádegi er farið að setja hársekkina á svæðið þar sem ég er sköllóttur.“ Aðgerðin tók alls tíu tíma. „Ég er þarna í tíu tíma og svo er manni skutlað heim í fansí leigubíl,“ segir hann en næstu fimm daga varð hann síðan að passa sig töluvert. Það mátti ekki rigna á höfuðið, hann varð að sofa á bakinu og mátti ekki klóra sér í hausnum. Arngrímur varð fyrir töluverðum áverkum á hægri hlið höfuðsins þar sem hársekkirnir voru fjarlægðir. „Það blæddi svo mikið og ég held að það sé ekkert rosalega venjubundið að maður fái svona mikla áverka en þeim fannst þetta mjög jákvætt, því þá væri höfuðið á mér svo blóðríkt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira