Leik lokið: Ísland - Japan 25-21 | Erfiður seiglusigur á strákunum hans Dags Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2019 16:00 Aron verður vonandi í stuði í dag. vísir/getty Ísland vann sinn annan leik á HM í handbolta í dag þegar liðið fór með 25-21 sigur á Japan. Frammistaða liðsins var ekki góð en mikilvæg stig í höfn. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og komst í 6-3 eftir tæpar tíu mínútur. Þá tók hins vegar við slæmur kafli hjá Íslandi þar sem það virtist þeim ómögulegt að skjóta boltanum á markið. Varnarleikurinn opnaðist og seigir leikmenn Japan náðu að jafna í 7-7. Íslenska liðið náði þó að halda þeim japönsku fyrir aftan sig þar til hálfleikurinn var við það að renna út. Japan komst yfir í fyrsta skipti í stöðunni 11-12 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Íslenska liðið átti hins vegar síðasta orðið í fyrri hálfleik og var staðan 13-12 þegar gengið var til búningsherbergja. Þar má búast við að Guðmundur Guðmundsson hafi lesið sínum mönnum pistilinn því þessi leikur mátti alls ekki tapast ætli liðið í milliriðil. Seinni hálfleikur byrjaði á smá markmannasýningu, Björgvinn Páll Gústavsson og Akihito Kai lokuðu mörkunum og það var ekki skoraði í um fimm mínútur. Á 41. mínútu fékk Hiroki Shida rautt spjald í liði Japan fyrir að brjóta illa á Stefáni Rafni Sigurmannssyni í hraðaupphlaupi. Ekki viljaverk en ekkert annað í stöðunni fyrir dómarana nema reka hann út af. Íslenska liðið var með tveggja til þriggja marka forystu megnið af seinni hálfleiknum en Japan gerði áhlaup undir lokinn og minnkaði muninn í 21-20. Þá tók Guðmundur leikhlé og Ísland skoraði í kjölfarið þrjú mörk í röð og kláraði leikinn. Lokatölurnar urðu 25-21 og sigurinn í höfn en frammistaðan ekki sérstaklega sannfærandi. Íslenska liðið gerði nóg en það þarf betri frammistöðu gegn Makedóníu á morgun þar sem það ræðst hvort Ísland fari í milliriðil. Nánari umfjöllun, viðtöl við landsliðsmenn, tölfræði og fleira tengt leiknum kemur inn á Vísi síðar í dag. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Átta ár síðan strákarnir okkar voru skíthræddir við japanska liðið Á morgun eru nákvæmlega átta ár liðin frá eftirminnilegum leik gegn Japan á HM árið 2011. Óttinn við lið Japan fyrir þann leik var mikill en reyndist óþarfur er á hólminn var komið. 16. janúar 2019 12:00 Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Strákarnir hans Dags eru prúðasta liðið á HM Íslenska handboltalandsliðið mætir því japanska á HM í handbolta í dag og það má ekki búast við sama ruddaskap og í mörgum brotum Bareinanna í síðasta leik. 16. janúar 2019 13:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30
Ísland vann sinn annan leik á HM í handbolta í dag þegar liðið fór með 25-21 sigur á Japan. Frammistaða liðsins var ekki góð en mikilvæg stig í höfn. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og komst í 6-3 eftir tæpar tíu mínútur. Þá tók hins vegar við slæmur kafli hjá Íslandi þar sem það virtist þeim ómögulegt að skjóta boltanum á markið. Varnarleikurinn opnaðist og seigir leikmenn Japan náðu að jafna í 7-7. Íslenska liðið náði þó að halda þeim japönsku fyrir aftan sig þar til hálfleikurinn var við það að renna út. Japan komst yfir í fyrsta skipti í stöðunni 11-12 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Íslenska liðið átti hins vegar síðasta orðið í fyrri hálfleik og var staðan 13-12 þegar gengið var til búningsherbergja. Þar má búast við að Guðmundur Guðmundsson hafi lesið sínum mönnum pistilinn því þessi leikur mátti alls ekki tapast ætli liðið í milliriðil. Seinni hálfleikur byrjaði á smá markmannasýningu, Björgvinn Páll Gústavsson og Akihito Kai lokuðu mörkunum og það var ekki skoraði í um fimm mínútur. Á 41. mínútu fékk Hiroki Shida rautt spjald í liði Japan fyrir að brjóta illa á Stefáni Rafni Sigurmannssyni í hraðaupphlaupi. Ekki viljaverk en ekkert annað í stöðunni fyrir dómarana nema reka hann út af. Íslenska liðið var með tveggja til þriggja marka forystu megnið af seinni hálfleiknum en Japan gerði áhlaup undir lokinn og minnkaði muninn í 21-20. Þá tók Guðmundur leikhlé og Ísland skoraði í kjölfarið þrjú mörk í röð og kláraði leikinn. Lokatölurnar urðu 25-21 og sigurinn í höfn en frammistaðan ekki sérstaklega sannfærandi. Íslenska liðið gerði nóg en það þarf betri frammistöðu gegn Makedóníu á morgun þar sem það ræðst hvort Ísland fari í milliriðil. Nánari umfjöllun, viðtöl við landsliðsmenn, tölfræði og fleira tengt leiknum kemur inn á Vísi síðar í dag.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Átta ár síðan strákarnir okkar voru skíthræddir við japanska liðið Á morgun eru nákvæmlega átta ár liðin frá eftirminnilegum leik gegn Japan á HM árið 2011. Óttinn við lið Japan fyrir þann leik var mikill en reyndist óþarfur er á hólminn var komið. 16. janúar 2019 12:00 Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Strákarnir hans Dags eru prúðasta liðið á HM Íslenska handboltalandsliðið mætir því japanska á HM í handbolta í dag og það má ekki búast við sama ruddaskap og í mörgum brotum Bareinanna í síðasta leik. 16. janúar 2019 13:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30
Átta ár síðan strákarnir okkar voru skíthræddir við japanska liðið Á morgun eru nákvæmlega átta ár liðin frá eftirminnilegum leik gegn Japan á HM árið 2011. Óttinn við lið Japan fyrir þann leik var mikill en reyndist óþarfur er á hólminn var komið. 16. janúar 2019 12:00
Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00
Strákarnir hans Dags eru prúðasta liðið á HM Íslenska handboltalandsliðið mætir því japanska á HM í handbolta í dag og það má ekki búast við sama ruddaskap og í mörgum brotum Bareinanna í síðasta leik. 16. janúar 2019 13:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti