Erlent

Flugþjónn smyglaði fíkniefnum fyrir umsvifamikinn eiturlyfjahring

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugþjónninn starfaði hjá malasíska flugfélaginu Malindo Air.
Flugþjónninn starfaði hjá malasíska flugfélaginu Malindo Air. Getty/Fabrizio Gandolfo
Lögregla í Ástralíu segist hafa upprætt umfangsmikinn eiturlyfjahring sem smyglaði eiturlyfjum inn í landið, m.a. með aðstoð flugþjóns. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Haft er eftir lögreglu í frétt BBC að eiturlyfjahringurinn hafi starfað í a.m.k. fimm ár áður en hann var upprættur og hafði höfuðstöðvar sínar í áströlsku borginni Melbourne. Átta voru handtekin í borginni vegna málsins í síðustu viku, þar á meðal flugþjónn malasíska flugfélagsins Malindo Air en hann er sagður hafa ferjað eiturlyfin á milli landa í starfi sínu. Hafði hann eiturlyfin bæði innanklæða og í farangri sínum.

Talið er að eiturlyfjahringurinn, sem upprunninn er í Víetnam, hafi flutt fíkniefni að andvirði 14,5 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,8 milljarði íslenskra króna, inn í Ástralíu frá Malasíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×