Færum myrkrið frá morgni til kvölds Pétur Gunnarsson skrifar 15. janúar 2019 11:00 Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. Það jaðrar við ofskynjanir að sjá þau trítla í myrkrinu með töskurnar á bakinu eins og litlir fallhlífarhermenn innan um æðandi stálflykkin, oft við akstursskilyrði sem nálgast blindakstur. Þetta er þeim mun ótrúlegra að við höfum í hendi okkar að breyta þessu með einu pennastriki, án minnstu útgjalda, og gerðum það reyndar allt til ársins 1968 á meðan klukkunni var breytt vor og haust, þar til svokölluðum viðskiptahagsmunum var leyft að lögfesta myrkrið. En þá mætti kannski hafa í huga að árið 1968 – fyrir hálfri öld – var Reykjavík smábær í samanburði við þá borg sem nú flæðir yfir holt og móa. Ennfremur að árið 1968 var einkabíllinn tæplega kominn til sögu, fleytifullir strætisvagnar fluttu borgarbúa á milli staða auk þess sem allt var í göngufjarlægð fyrir þá sem vildu ferðast á hestum postulanna. Þyrfti ekki að taka þessar breytur með í myndina nú þegar við hugleiðum að færa klukkuna aftur til dagskímu að vetrinum? Til grundvallar liggja skýrslur unnar af vísindafólki sem talar einum rómi um mikilvægi þess að taka mið af hnattstöðu landsins. Líkt og menn gerðu reyndar í þúsund ár á meðan hér bjó landbúnaðarþjóð. Dagurinn byrjaði þegar dagaði, svo einfalt var það. Eða með orðum Jónasar frá Hrafnagili: „En nærri fóru menn um það af vana, hvenær fara skyldi á fætur. Réð jafnan birta á morgnana á vetrum?…“ (Íslenskir þjóðhættir, bls. 1) Um það þurfti hvorki skýrslur né rökræður í þingnefndum, allt og sumt var að líta út um gluggann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. Það jaðrar við ofskynjanir að sjá þau trítla í myrkrinu með töskurnar á bakinu eins og litlir fallhlífarhermenn innan um æðandi stálflykkin, oft við akstursskilyrði sem nálgast blindakstur. Þetta er þeim mun ótrúlegra að við höfum í hendi okkar að breyta þessu með einu pennastriki, án minnstu útgjalda, og gerðum það reyndar allt til ársins 1968 á meðan klukkunni var breytt vor og haust, þar til svokölluðum viðskiptahagsmunum var leyft að lögfesta myrkrið. En þá mætti kannski hafa í huga að árið 1968 – fyrir hálfri öld – var Reykjavík smábær í samanburði við þá borg sem nú flæðir yfir holt og móa. Ennfremur að árið 1968 var einkabíllinn tæplega kominn til sögu, fleytifullir strætisvagnar fluttu borgarbúa á milli staða auk þess sem allt var í göngufjarlægð fyrir þá sem vildu ferðast á hestum postulanna. Þyrfti ekki að taka þessar breytur með í myndina nú þegar við hugleiðum að færa klukkuna aftur til dagskímu að vetrinum? Til grundvallar liggja skýrslur unnar af vísindafólki sem talar einum rómi um mikilvægi þess að taka mið af hnattstöðu landsins. Líkt og menn gerðu reyndar í þúsund ár á meðan hér bjó landbúnaðarþjóð. Dagurinn byrjaði þegar dagaði, svo einfalt var það. Eða með orðum Jónasar frá Hrafnagili: „En nærri fóru menn um það af vana, hvenær fara skyldi á fætur. Réð jafnan birta á morgnana á vetrum?…“ (Íslenskir þjóðhættir, bls. 1) Um það þurfti hvorki skýrslur né rökræður í þingnefndum, allt og sumt var að líta út um gluggann.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar