Knattspyrnumaður sýknaður af kynferðisbroti gegn 15 ára stúlku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva Karlmaður um þrítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í upphafi árs sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Manninum var gefið að sök að hafa stungið fingrum í leggöng stúlkunnar meðan hún svaf. Það sem réð úrslitum var að erfðaefni hennar fannst ekki á fingrum hans. Atvik málsins áttu sér stað aðfaranótt 7. ágúst 2016. Maðurinn hafði keppt í knattspyrnu daginn áður, farið í brúðkaup um kvöldið og endað heima hjá móður sinni. Þar voru fyrir yngri systir hans og vinkona hennar. Um nóttina vaknaði vinkonan og sá manninn við hlið sér. Sagði hún að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng hennar en látið af háttseminni er hann sá að hún hafði rumskað. Maðurinn neitaði því og sagðist aðeins hafa lagst við hlið hennar. Lögregla var kölluð til og handtók manninn á vettvangi. Tók lögreglan sýni úr nærbuxum stúlkunnar og af höndum brotaþola. Í buxunum fannst aðeins erfðaefni stúlkunnar en ekki á höndum mannsins. Ekkert erfðaefni úr honum fannst í leggöngum stúlkunnar. Sérfræðingur í réttarvísindum sagði að slíkt útilokaði ekki að fingur hefðu farið þangað enda myndi erfðaefni hins grunaða „drukkna“ í DNA hennar. Þá gæti maðurinn hafa þvegið hendurnar áður en lögregla mætti á staðinn. Dómari mat framburð beggja trúverðugan. Orð stæði gegn orði. Úrslitaatriði væri að baðherbergisvaskur hafði ekki verið rannsakaður. Þar hefði mögulega mátt finna ummerki þess að ákærði hefði skolað hendur sínar. Vafi um sekt hans var metinn honum í hag. Sakarkostnaður, alls rúmar tvær milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Karlmaður um þrítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í upphafi árs sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Manninum var gefið að sök að hafa stungið fingrum í leggöng stúlkunnar meðan hún svaf. Það sem réð úrslitum var að erfðaefni hennar fannst ekki á fingrum hans. Atvik málsins áttu sér stað aðfaranótt 7. ágúst 2016. Maðurinn hafði keppt í knattspyrnu daginn áður, farið í brúðkaup um kvöldið og endað heima hjá móður sinni. Þar voru fyrir yngri systir hans og vinkona hennar. Um nóttina vaknaði vinkonan og sá manninn við hlið sér. Sagði hún að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng hennar en látið af háttseminni er hann sá að hún hafði rumskað. Maðurinn neitaði því og sagðist aðeins hafa lagst við hlið hennar. Lögregla var kölluð til og handtók manninn á vettvangi. Tók lögreglan sýni úr nærbuxum stúlkunnar og af höndum brotaþola. Í buxunum fannst aðeins erfðaefni stúlkunnar en ekki á höndum mannsins. Ekkert erfðaefni úr honum fannst í leggöngum stúlkunnar. Sérfræðingur í réttarvísindum sagði að slíkt útilokaði ekki að fingur hefðu farið þangað enda myndi erfðaefni hins grunaða „drukkna“ í DNA hennar. Þá gæti maðurinn hafa þvegið hendurnar áður en lögregla mætti á staðinn. Dómari mat framburð beggja trúverðugan. Orð stæði gegn orði. Úrslitaatriði væri að baðherbergisvaskur hafði ekki verið rannsakaður. Þar hefði mögulega mátt finna ummerki þess að ákærði hefði skolað hendur sínar. Vafi um sekt hans var metinn honum í hag. Sakarkostnaður, alls rúmar tvær milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira