Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 20:00 Tveggja ára drengur að nafni Julen var í lautarferð með fjölskyldu sinni í Totalán, fyrir utan Malaga í suðurhluta landsins, þegar hann féll ofan í tilraunaborholu sem hafði ekki verið innsigluð. Meira en hundrað slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa unnið dag sem nótt við að hafa upp á drengnum. Hann æpti við fallið í holuna en ekki hefur heyrst frá honum síðan. Viðbragðsaðilar eru ekki bjartsýnir á framhaldið en nú er leitað frumlegra leiða til að ná til hans. Holan er um hundrað metra djúp og ekki nógu breið fyrir fullorðna manneskju til að síga niður eða um 25 sentímetrar á þvermál.Holan er um hundrað metrar á dýpt. Hún þrengist eftir 73 metra en þar fundust eigur drengsins. Reynt verður að bora tvær holur til að hafa upp á honum.Mynd/skjáskotÁ um 73 metra dýpi fundu myndavélar sælgæti og bolla sem drengurinn var með þegar hann féll í holuna en jarðvegur hefur riðlast til og er holan þrengri á því dýpi. Dælum er beitt til að fjarlægja jarðveginn og víkka holuna. Það hefur hinsvegar gengið hægt. Tvær björgunarleiðir eru áformaðar. Annarsvegar að bora breiðari holu samsíða borholunni og hinsvegar að bora holu skáhallt í jarðveginn til að ná til drengsins. Þessar aðferðir eru þó þrautinni þyngri að sögn talsmanns björgunaraðgerða. „Mörg fyrirtæki hafa skaffað búnað og margar hátæknilausnir,“ segir Bernardo Molto, talsmaður lögreglunnar. „Við erum að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig bjarga megi drengnum. Við höfum að ná að komast í gegn um hluta stíflunnar á 70 metra dýpi en við höfum ekki fundið drenginn ennþá.“ Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en tveimur árum fyrr höfðu foreldrarnir misst bróður Julen, eins og hálfs árs gamlan af slysförum. Spánn Tengdar fréttir Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Tveggja ára drengur að nafni Julen var í lautarferð með fjölskyldu sinni í Totalán, fyrir utan Malaga í suðurhluta landsins, þegar hann féll ofan í tilraunaborholu sem hafði ekki verið innsigluð. Meira en hundrað slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa unnið dag sem nótt við að hafa upp á drengnum. Hann æpti við fallið í holuna en ekki hefur heyrst frá honum síðan. Viðbragðsaðilar eru ekki bjartsýnir á framhaldið en nú er leitað frumlegra leiða til að ná til hans. Holan er um hundrað metra djúp og ekki nógu breið fyrir fullorðna manneskju til að síga niður eða um 25 sentímetrar á þvermál.Holan er um hundrað metrar á dýpt. Hún þrengist eftir 73 metra en þar fundust eigur drengsins. Reynt verður að bora tvær holur til að hafa upp á honum.Mynd/skjáskotÁ um 73 metra dýpi fundu myndavélar sælgæti og bolla sem drengurinn var með þegar hann féll í holuna en jarðvegur hefur riðlast til og er holan þrengri á því dýpi. Dælum er beitt til að fjarlægja jarðveginn og víkka holuna. Það hefur hinsvegar gengið hægt. Tvær björgunarleiðir eru áformaðar. Annarsvegar að bora breiðari holu samsíða borholunni og hinsvegar að bora holu skáhallt í jarðveginn til að ná til drengsins. Þessar aðferðir eru þó þrautinni þyngri að sögn talsmanns björgunaraðgerða. „Mörg fyrirtæki hafa skaffað búnað og margar hátæknilausnir,“ segir Bernardo Molto, talsmaður lögreglunnar. „Við erum að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig bjarga megi drengnum. Við höfum að ná að komast í gegn um hluta stíflunnar á 70 metra dýpi en við höfum ekki fundið drenginn ennþá.“ Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en tveimur árum fyrr höfðu foreldrarnir misst bróður Julen, eins og hálfs árs gamlan af slysförum.
Spánn Tengdar fréttir Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48