Keys verður kynnir á 61. Grammy-verðlaunahátíðinni.
„Ég veit hvernig það er að vera á sviðinu á Grammy´s og ég mun reyna gefa frá mér sömu orku allt kvöldið,“ segir Keys í samtali við E!
Samtals hefur Keys unnið fimmtán Grammy-verðlaun á sínum ferli og er því um algjöran reynslubolta að ræða á hátíðinni.
Hér að neðan má sjá myndband sem Keys gaf sjálf út á YouTube rétt í þessu. Viðbrögð hennar við fréttunum voru frábær.