Trump pantaði þrjú hundruð hamborgara Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:36 Donald Trump Bandaríkjaforseti virðir fyrir sér veislumatinn. EPA/CHRIS KLEPONIS Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð til sannkallaðrar skyndibitaveislu í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn sagði veislukostinn mega rekja til lokunar alríkisstofnana sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum en vegna hennar skortir starfsfólk til að framreiða mat í samkvæmum forsetaembættisins. Ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, var því boðið upp á yfir þrjú hundruð hamborgara er þeir heimsóttu Hvíta húsið í gær. Þá gæddi liðið sér einnig á pítsu og frönskum. „Vegna lokunarinnar fórum við út og pöntuðum bandarískan skyndibitamat sem ég greiddi sjálfur fyrir,“ tjáði Trump blaðamönnum í veislunni í gær. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa ekki fengist upplýsingar um kostnaðinn við skyndibitakaupin. Bandarískum ríkisstofnunum var lokað vegna kröfu Trumps um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni en um átta hundruð þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið skikkaðir í leyfi frá störfum eða látnir mæta til vinnu án þess að fá útborguð laun síðan í desember síðastliðnum.Liðið virtist una matnum ágætlega.EPA/CHRIS KLEPONIS Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð til sannkallaðrar skyndibitaveislu í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn sagði veislukostinn mega rekja til lokunar alríkisstofnana sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum en vegna hennar skortir starfsfólk til að framreiða mat í samkvæmum forsetaembættisins. Ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, var því boðið upp á yfir þrjú hundruð hamborgara er þeir heimsóttu Hvíta húsið í gær. Þá gæddi liðið sér einnig á pítsu og frönskum. „Vegna lokunarinnar fórum við út og pöntuðum bandarískan skyndibitamat sem ég greiddi sjálfur fyrir,“ tjáði Trump blaðamönnum í veislunni í gær. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa ekki fengist upplýsingar um kostnaðinn við skyndibitakaupin. Bandarískum ríkisstofnunum var lokað vegna kröfu Trumps um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni en um átta hundruð þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið skikkaðir í leyfi frá störfum eða látnir mæta til vinnu án þess að fá útborguð laun síðan í desember síðastliðnum.Liðið virtist una matnum ágætlega.EPA/CHRIS KLEPONIS
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00