Segir Remini bera ábyrgð á morði innan Vísindakirkjunnar Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2019 23:50 Remini ólst upp í Vísindakirkjunni en sagði skilið við hana árið 2013. Vísir/Getty Karin Pouw, alþjóðlegur talsmaður Vísindakirkjunnar, segir leikkonuna Leah Remini bera ábyrgð á því að sextán ára gamall meðlimur kirkjunnar hafi stungið annan meðlim til bana í Ástralíu fyrr í mánuðinum. Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar en sagði skilið við hana árið 2013. Hún segir ofbeldi og spillingu innan kirkjunnar vera ástæðuna að hún yfirgaf hana en í dag framleiðir hún þætti sem fjalla um það sem gengur á innan Vísindakirkjunnar.Sjá einnig: Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Maðurinn sem lést var öryggisvörður sem var að fylgja kvenkyns meðlimi í „hreinsunarathöfn“. Sonur konunnar stakk öryggisvörðinn í hálsinn og lést hann af sárum sínum. Að sögn Pouw öskraði árásarmaðurinn „hatursáróðri“ sem megi rekja til umfjöllunar Remini um kirkjunnar. „Þú vissir hvað þú varst að gera. Ætlunarverk þitt var að ýta undir hatur og breyta því í peninga. Núna hefur manneskja verið myrt,“ segir í yfirlýsingu frá Pouw fyrir hönd kirkjunnar.Fjallar um „áróðursvélar“ kirkjunnar í þáttum sínum Þættir Remini, Scientology and the Aftermath, fjalla líkt og fyrr sagði um Vísindakirkjuna og hvað fer fram innan veggja hennar. Remini tekur einnig viðtöl við fyrrum meðlimi kirkjunnar sem segja frá tíma sínum innan hennar og hvað hafi tekið við eftir að þeir sögðu skilið við hana. Remini til halds og trausts er Mike Rinder, fyrrum háttsettur yfirmaður Vísindakirkjunnar, sem starfaði náið með David Miscavige, leiðtoga kirkjunnar. Rinder yfirgaf kirkjuna árið 2007 eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi innan hennar. Í þáttunum sýna Remini og Rinder hvernig kirkjan ræðst að fyrrum meðlimum með öllum tiltækum ráðum. Dæmi eru um að þeir sem yfirgefa Vísindakirkjuna séu eltir af einkaspæjurum og settar upp áróðursvefsíður þar sem persóna þeirra er rægð. Þá hefur kirkjan áður komið með ásakanir í garð Remini vegna þess hve opinskátt hún talar um ár sín innan veggja hennar. Ástralía Eyjaálfa Trúmál Tengdar fréttir Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58 Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36 Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Karin Pouw, alþjóðlegur talsmaður Vísindakirkjunnar, segir leikkonuna Leah Remini bera ábyrgð á því að sextán ára gamall meðlimur kirkjunnar hafi stungið annan meðlim til bana í Ástralíu fyrr í mánuðinum. Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar en sagði skilið við hana árið 2013. Hún segir ofbeldi og spillingu innan kirkjunnar vera ástæðuna að hún yfirgaf hana en í dag framleiðir hún þætti sem fjalla um það sem gengur á innan Vísindakirkjunnar.Sjá einnig: Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Maðurinn sem lést var öryggisvörður sem var að fylgja kvenkyns meðlimi í „hreinsunarathöfn“. Sonur konunnar stakk öryggisvörðinn í hálsinn og lést hann af sárum sínum. Að sögn Pouw öskraði árásarmaðurinn „hatursáróðri“ sem megi rekja til umfjöllunar Remini um kirkjunnar. „Þú vissir hvað þú varst að gera. Ætlunarverk þitt var að ýta undir hatur og breyta því í peninga. Núna hefur manneskja verið myrt,“ segir í yfirlýsingu frá Pouw fyrir hönd kirkjunnar.Fjallar um „áróðursvélar“ kirkjunnar í þáttum sínum Þættir Remini, Scientology and the Aftermath, fjalla líkt og fyrr sagði um Vísindakirkjuna og hvað fer fram innan veggja hennar. Remini tekur einnig viðtöl við fyrrum meðlimi kirkjunnar sem segja frá tíma sínum innan hennar og hvað hafi tekið við eftir að þeir sögðu skilið við hana. Remini til halds og trausts er Mike Rinder, fyrrum háttsettur yfirmaður Vísindakirkjunnar, sem starfaði náið með David Miscavige, leiðtoga kirkjunnar. Rinder yfirgaf kirkjuna árið 2007 eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi innan hennar. Í þáttunum sýna Remini og Rinder hvernig kirkjan ræðst að fyrrum meðlimum með öllum tiltækum ráðum. Dæmi eru um að þeir sem yfirgefa Vísindakirkjuna séu eltir af einkaspæjurum og settar upp áróðursvefsíður þar sem persóna þeirra er rægð. Þá hefur kirkjan áður komið með ásakanir í garð Remini vegna þess hve opinskátt hún talar um ár sín innan veggja hennar.
Ástralía Eyjaálfa Trúmál Tengdar fréttir Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58 Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36 Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58
Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36
Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40