Erlent

Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá minningarathöfn í dag.
Frá minningarathöfn í dag. EPA/ADAM WARLAWA
Maðurinn sem stakk Pawal Adamowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, á langan sakaferil að baki. Hann hefur með annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Honum var síðast sleppt úr fangelsi undir lok síðasta árs.

Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. Hann verður látinn sæta geðrannsókn svo kanna megi hvort hægt sé að rétta yfir honum.

Fregnir herma, samkvæmt BBC, að árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hafi öskrað Adamowicz er dauður á sviði og sagt að hann hafi verið ranglega dæmdur og fangelsaður. Þá mun hann hafa sagt að hann hefði verið pyntaður í fangelsi.



Adamowicz gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Hann fékk meðal annars stungusár á hjartað og vélindað. Læknar segja hann hafa fengið 41 skammt af blóði á meðan á aðgerðinni stóð og þegar fregnir af alvarleika sára hans bárust mynduðust langar raðir af fólki sem vildi gefa blóð.

Jónína Benediktsdóttir, sem er stödd í Gdansk, segir íbúa borgarinnar í Póllandi hálflamaða af sorg vegna morðs borgarstjórans Pawel Adamowicz. Hann var stunginn á góðgerðarviðburði í gær og lést á sjúkrahúsi í dag. Pawels Adamowicz var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð.

Jónína segir Adamowicz hafa verið vel liðinn í borginni og Gdansk hafi blómstrað undir hans stjórn. Hann tók við stjórn borgarinnar árið 1998 og var endurkjörinn fjórum sinnum, nú síðast í nóvember.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um morðið, þar sem rætt var við Jónínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×