Erlent

Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk

Kjartan Kjartansson skrifar
Adamovicz á jólagóðgerðaviðburðinum áður en hann var stunginn í gær.
Adamovicz á jólagóðgerðaviðburðinum áður en hann var stunginn í gær. Vísir/EPA
Borgarstjórinn í Gdansk í Póllandi lést á sjúkrahúsi í dag eftir að maður stakk hann á góðgerðaviðburði í gær. Hundruð manna urðu vitni að árásinni en árásarmaðurinn er sagður 27 ára gamall síbrotamaður.

Heilbrigðisráðherra Póllands staðfesti andlát Pawels Adamowicz sem var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

„Við gátum ekki unnið,“ er haft eftir Lukasz Szumowski, heilbrigðisráðherranum.

Árásarmaðurinn er talinn hafa komist upp á sviðið með fjölmiðlapassa. Honum hafði nýlega verið sleppt úr fangelsi. Sjónvarpsmyndir eru sagðar sýna hann munda eggvopn og öskra áður hann réðst á Adamovicz.

Adamovicz hafði verið borgarstjóri Gdansk í tuttugu ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×