Allir græða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. janúar 2019 07:00 Íslendingar hafa venjulega nokkuð gaman af að monta sig af því þegar þeir fara fram úr öðrum þjóðum. Þeir ættu þó ekki að hreykja sér af þeirri staðreynd að þeir vinna meir en flestar nágrannaþjóðir þeirra. Vissulega er það svo að enginn þrífst verulega vel í iðjuleysi og vinnan göfgar manninn svo lengi sem hún er uppbyggileg. Þegar hún er orðin slítandi er alls ekkert göfugt við hana. Við búum í ríku samfélagi en ansi oft er eins og ætlast sé til þess að almenningur fái ekki að njóta góðs af því. Það er eins og gróðinn eigi bara að vera fyrir útvalda. Ekki er heldur hugað að því í nógu ríkum mæli að breyta hlutum til batnaðar. Það er eins og talið sé að íslenska leiðin eigi að vera sú að gera almenningi lífið hæfilega erfitt. Dæmi um þetta er að æ erfiðara er fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið, fjölmargir í þeim hópi eiga ekki annan kost en að hírast í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár eða fara á leigumarkað með þeim afarkostum sem því fylgja. Slíkt hlutskipti rýrir kjör fólks verulega. Til hvers eru svo stjórnmálamenn ef ekki einmitt til að leysa slíkan vanda? Það er hlutverk þeirra að þjóna þjóð sinni, en því miður muna þeir það alltof sjaldan og taka sérhagsmuni áberandi oft fram yfir almannahag. Vinnuálag er annað mein í íslensku samfélagi. Þjóðin vinnur mikið en uppsker ekki í samræmi við það. Þetta eru tímar þegar æ fleiri líða vegna of mikils álags í vinnu. „Kulnun í starfi“ er ekki tilbúið hugtak sérfræðinga sem hafa unun af að gefa öllu sérstakt heiti, heldur mein sem margir á vinnumarkaði þekkja af eigin reynslu. Svo að segja allir þekkja síðan einstakling sem hefur að læknisráði þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þess að álag var að buga hann. Einmitt á þeim tíma þegar kulnun í starfi og vinnuálag er mjög til umræðu kemur hugmynd inn í kjaraviðræður sem er svo skynsamleg og líkleg til árangurs að ekki er hægt að hafna henni. Hún snýst um styttingu vinnuviku, án launaskerðingar. Slík breyting myndi leiða margt gott af sér, skapa meiri vellíðan og öryggi meðal starfsmanna og um leið gera þeim kleift að eiga aukinn frítíma fyrir fjölskyldu og áhugamál sín og njóta þannig lífsins í enn ríkara mæli en áður. Atvinnurekandinn ætti ekki að fyllast kvíða eða pirringi við tilhugsun um að vinnuvika starfsmanna hans styttist. Þar sem vinnuvikan hefur verið stytt hafa afköst starfsmanna aukist og þeir eru einnig ánægðari í vinnunni. Vellíðan starfsmanna á að skipta atvinnurekandann máli, ef hann lætur sér á sama standa um velferð þeirra þá er hann ekki sérlega vel heppnuð manngerð. Enn eitt skref í átt til þess að skapa vellíðan í starfi er síðan að hafa vinnutíma sveigjanlegan, sé þess nokkur kostur. Stytting vinnuvikunnar verður vonandi að raunveruleika á þessu ári. Það, ásamt sveigjanlegum vinnutíma, er framfaraspor sem kemur öllum til góða. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en afar ánægjuleg, semsagt sú að allir græða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa venjulega nokkuð gaman af að monta sig af því þegar þeir fara fram úr öðrum þjóðum. Þeir ættu þó ekki að hreykja sér af þeirri staðreynd að þeir vinna meir en flestar nágrannaþjóðir þeirra. Vissulega er það svo að enginn þrífst verulega vel í iðjuleysi og vinnan göfgar manninn svo lengi sem hún er uppbyggileg. Þegar hún er orðin slítandi er alls ekkert göfugt við hana. Við búum í ríku samfélagi en ansi oft er eins og ætlast sé til þess að almenningur fái ekki að njóta góðs af því. Það er eins og gróðinn eigi bara að vera fyrir útvalda. Ekki er heldur hugað að því í nógu ríkum mæli að breyta hlutum til batnaðar. Það er eins og talið sé að íslenska leiðin eigi að vera sú að gera almenningi lífið hæfilega erfitt. Dæmi um þetta er að æ erfiðara er fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið, fjölmargir í þeim hópi eiga ekki annan kost en að hírast í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár eða fara á leigumarkað með þeim afarkostum sem því fylgja. Slíkt hlutskipti rýrir kjör fólks verulega. Til hvers eru svo stjórnmálamenn ef ekki einmitt til að leysa slíkan vanda? Það er hlutverk þeirra að þjóna þjóð sinni, en því miður muna þeir það alltof sjaldan og taka sérhagsmuni áberandi oft fram yfir almannahag. Vinnuálag er annað mein í íslensku samfélagi. Þjóðin vinnur mikið en uppsker ekki í samræmi við það. Þetta eru tímar þegar æ fleiri líða vegna of mikils álags í vinnu. „Kulnun í starfi“ er ekki tilbúið hugtak sérfræðinga sem hafa unun af að gefa öllu sérstakt heiti, heldur mein sem margir á vinnumarkaði þekkja af eigin reynslu. Svo að segja allir þekkja síðan einstakling sem hefur að læknisráði þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þess að álag var að buga hann. Einmitt á þeim tíma þegar kulnun í starfi og vinnuálag er mjög til umræðu kemur hugmynd inn í kjaraviðræður sem er svo skynsamleg og líkleg til árangurs að ekki er hægt að hafna henni. Hún snýst um styttingu vinnuviku, án launaskerðingar. Slík breyting myndi leiða margt gott af sér, skapa meiri vellíðan og öryggi meðal starfsmanna og um leið gera þeim kleift að eiga aukinn frítíma fyrir fjölskyldu og áhugamál sín og njóta þannig lífsins í enn ríkara mæli en áður. Atvinnurekandinn ætti ekki að fyllast kvíða eða pirringi við tilhugsun um að vinnuvika starfsmanna hans styttist. Þar sem vinnuvikan hefur verið stytt hafa afköst starfsmanna aukist og þeir eru einnig ánægðari í vinnunni. Vellíðan starfsmanna á að skipta atvinnurekandann máli, ef hann lætur sér á sama standa um velferð þeirra þá er hann ekki sérlega vel heppnuð manngerð. Enn eitt skref í átt til þess að skapa vellíðan í starfi er síðan að hafa vinnutíma sveigjanlegan, sé þess nokkur kostur. Stytting vinnuvikunnar verður vonandi að raunveruleika á þessu ári. Það, ásamt sveigjanlegum vinnutíma, er framfaraspor sem kemur öllum til góða. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en afar ánægjuleg, semsagt sú að allir græða.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun