Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 23:53 Trump og Pútín hittust á G20-fundi í Hamborg árið 2017. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32