Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2019 19:30 Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53