Meira myrkur vegna sparnaðar hjá Reykjavíkurborg Sighvatur Jónsson skrifar 13. janúar 2019 18:45 Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu. Borgarstjórn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu.
Borgarstjórn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira