Innlent

Sjókæling um borð hámarkar gæði og geymsluþol afla

Sighvatur Jónsson skrifar
Með sjókælingu er reynt að kæla afla sem best áður en hann fer niður í lest.
Með sjókælingu er reynt að kæla afla sem best áður en hann fer niður í lest. Vísir
Sjókæling er ein af nýjustu aðferðunum til að kæla afla um borð í fiskiskipum án þess að nota ís.

Fyrirtækið Kæling framleiðir slíkan búnað. Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastjóri Kælingar, segir að markmiðið sé að kæla afla sem best áður en hann fer niður í lest.

Kælt með ís, ískrapa eða sjó

Vísir hefur greint frá því að erlend sjávarútvegsfyrirtæki horfa til íslenskra ískrapavéla, sem spara ísnotkun við kælingu afla.

Atli Steinn hjá Kælingu segir að sjókælingarkerfum fjölgi. Kostur þeirra sé meðal annars vinnusparnaður sem felst í því að sleppa ís og krapa.

Aflinn er þá kældur á millidekinu alfarið áður en hann fer niður í lest. Í lestinni er hann þá kominn niður fyrir núll. Það sparar vinnu við að ísa í lestinni.

Kæling hefur unnið með fleiri fyrirtækjum og útgerðum að kælikerfum í sex íslensk skip.

Við sjókælingu er fiskur flokkaður eftir tegund og þyngd, þannig er sem bestri kælingu náð til að hámarka gæði aflans og geymsluþol.

„Menn telja sig geta náð sambærilegum gæðum og að vera með krapaís í lestinni,“ segir Atli Steinn Jónsson, framkvæmdastóri Kælingar, um kosti sjókælingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×