Erlent

Ákærður fyrir að ræna stúlkunni og myrða foreldra hennar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jayme Closs.
Jayme Closs. Mynd/lögreglan í Barron-sýslu
Lögregluyfirvöld í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa ákært hinn 21 árs gamla Jake Thomas Patterson fyrir að ræna hinni 13 ára gömlu Jayme Closs og myrða foreldra hennar í október síðastliðnum.

Closs fannst á lífi í gærkvöldi eftir að hafa verið saknað í þrjá mánuði. Hún hvarf sama dag og foreldrar hennar fundust myrtir á heimili sínu. Talið var að henni hefði verið rænt.

Patterson er grunaður um að hafa haldið Closs fanginni en lögreglan telur að þau hafi aldrei átt í neinum samskiptum þar til hann myrti foreldra hennar og nam hana á brott. Þannig virðist sem þau hafi til dæmis ekki átt í neinum samskiptum á samfélagsmiðlum.

Lögreglan var spurð að því í dag hvort að Patterson hefði áður komist í kast við lögin og svo er ekki. Patterson var handtekinn nálægt heimili sínu í Douglas-sýslu í Wisconsin og situr nú í haldi í fangelsinu í Barron-sýslu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×