Erlent

Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada

Andri Eysteinsson skrifar
Rahaf Mohammed al-Qunun hér enn í Tælandi, hún er nú á leið til Kanada.
Rahaf Mohammed al-Qunun hér enn í Tælandi, hún er nú á leið til Kanada. EPA/TIB
Rahaf Mohammed al-Qunun, sádíarabíska konan, sem læsti sig inni á hótelherbergi sínu í Tælandi á dögunum er nú á leið til Kanada. Al-Qunun segist hafa verið að flýja fjölskyldu sína og óttaðist að hún hefði verið myrt hefði henni verið gert að snúa aftur heim.

Samkvæmt frétt BBC um málið var al-Qunun á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands. Hún freistaði þess að fljúga frá Bangkok til Ástralíu en vegabréf hennar mun hafa verið gert upptækt í Bangkok. Yfirvöld hugðust senda hana aftur til Kúveit en af þeim sökum lokaði hún sig inni á hótelherbergi sínu og biðlaði til erlendra yfirvalda að veita sér hæli.

Samkvæmt frétt Guardian hefur al-Qunun komist um borð í flug Korean Air frá Bangkok til Seúl, höfuðborgar Suður-Kóreu. Þaðan mun hún fljúga til Kanada. Talskona utanríkisráðherra Kanada, Chrystia Freeland, hefur ekki viljað staðfesta að al-Qunun hafi hlotið hæli í landinu.

Síðasta miðvikudag lýstu áströlsk yfirvöld því yfir að möguleiki yrði á því að al-Qunum fengi að koma til landsins.


Tengdar fréttir

„Hann vill drepa hana“

Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×