Lífið

Gera grín að peningakossum Öldu Karenar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alda Karen Hjaltalín er sennilega eftirsóttasti fyrirlesari landsins um þessar mundir.
Alda Karen Hjaltalín er sennilega eftirsóttasti fyrirlesari landsins um þessar mundir.
Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. Þar talar hún reglulega við fylgjendur sína og hefur eitt atvik vakið sérstaka athygli síðustu daga.

Þá hvatti Alda Karen fylgjendur sína til að kyssa peninga ítrekað og þá myndu peningarnir koma til þeirra.

Mynd sem gengur um Twitter.
Alda heldur fyrirlestur í Laugardalshöll þann 18. janúar sem gengur undir nafninu LIFE Masterclass: Into Your Mind.

Þar svarar Alda öllum þeim spurningum um lífið og heilann sem hún hefur fengið svör við í gegnum tíðina ásamt því að tala við Guðna Gunnarsson lífsráðgjafa og Sigríði A. Pálmarsdóttir hjúkrunarfræðing og dáleiðara um sjálfsdáleiðslu og mátt athyglinnar.

Alda fer yfir ýmis málefni sem varða sjálfsvinnu og að ná hröðum árangri. 12.900 krónur kostar á fyrirlesturinn.  En varðandi kossana, þá hefur Twitter-samfélagið farið á flug í kjölfarið og er töluvert verið að gera sér mat úr uppátæki Öldu eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.