Jón Ásgeir vill í stjórn Haga Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2019 16:13 Ingibjörg Pálmadóttir hefur aukið hlut sinn í Högum að undanförnu. Þrátt fyrir það hlaut Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, ekki náð fyrir augum tilnefningarnefndarinnar. VÍSIR/VILHELM Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu. Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu.
Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25