Viðskipti erlent

Barnaklám hjá leitarvél Bing

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Að mati TechCrunch er um að ræða alvarlegan misbrest.
Að mati TechCrunch er um að ræða alvarlegan misbrest. Getty/Miguel Candela
Bing, leitarvélin sem er ekki Google, á við alvarlegan barnaklámsvanda að stríða. Þetta kom fram í skýrslu sem AntiToxin vann fyrir tæknimiðilinn TechCrunch.

Á síðu TechCrunch sagði í gær að afar auðvelt væri að finna barnaklám á myndahluta leitarvélarinnar, sem Microsoft starfrækir; hún stingi upp á leitarorðum sem hjálpa fólki að finna enn meira barnaklám.

Að mati TechCrunch er um að ræða alvarlegan misbrest.

„Það er engin afsökun fyrir því að fyrirtæki á borð við Microsoft, sem hagnaðist um 8,8 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi, verji of litlu í öryggismál,“ sagði í umfjölluninni.

Jordi Ribas, varaforseti Microsoft, sagði niðurstöðuna óásættanlega.

„Við höfum samstundis fjarlægt þessar niðurstöður og viljum koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Við einbeitum okkur að því að læra af mistökum okkar,“ sagði Ribas.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×