Fjórir fyrir rétt vegna ráns á 100 kílóa gullmynt í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2019 23:05 Myntin var til sýnis á Bodesafninu í Berlín í mars 2017. Konan á myndinni er ekki grunuð um verknaðinn. EPA Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada. Kanada Þýskaland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada.
Kanada Þýskaland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira