Franskar eru líklega eitt vinsælasta meðlæti heims og sumstaðar litið á franskar sem aðalrétt.
Mikil umræða hefur skapast um bestu franskar landsins inni á Facebook-hópnum Brennslu Tips sem þeir Hjörvar Hafliðason, Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð Óskar Guðnason á FM957 halda úti.
Hjörvar varpaði einfaldlega fram spurningu inni á síðunni í gær sem hljómaði svona: „Hvar eru bestu franskar á Íslandi?“ og voru viðbrögðin nokkuð góð.
Hátt í sextíu manns hafa sagt skoðun sína á málinu og var það einnig rætt í Brennslunni í gær.
Þeir staðir sem eru að fá flest atkvæða eru: Búllan, Aktu Taktu, Skalli, Metro, Mandí, Fabrikkan, Snaps, Reykjavik Chips, Roadhouse, Block Burger og Kjúklingastaðurinn í Suðurveri.
Hér að neðan má hlusta á umræðuna um bestu franskar landsins.
Hér að neðan er hægt að kjósa um bestu franskar landsins. Lesendur eru einnig beðnir um að skrifa sína skoðun í athugasemdakerfið.
Lífið