Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2019 09:15 Tom Hagen og einkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Vísir/AP Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló.„Þetta er fólk sem hefur haldið sig út af fyrir sig og ekkert verið áberandi þannig að þetta er svolítið athyglisvert val á fórnarlambi þannig séð. Þau eru búin að vera þarna í Lorensko síðan 1981 eða 2 og ekkert látið á sér bera. Bara sinnt sinni vinnu og sinni fjárfestingu og ekkert meira með það. Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er nema það sem er í viðskiptalífinu og raforkubransanum,“ sagði Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem búsettur er í Noregi í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hagen er á 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna.Mannránið þykir hið dularfyllsta en svo virðist sem að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu. Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.„Lögreglan er komin í algjört öngstræti með vísbendingar í þessu máli og það er einmitt ástæðan fyrir því að eftir langa mæðu, eftir tíu vikna bið, er ákveðið í gær að gera þetta heyrinkunnugt og fara út í fjölmiðla með þetta mál af fullum þunga með von um það að almenningur hafi eitthvað fram að færa, hafi séð eitthvað eða hafi einhverjar vísbendingar því betur sjá nú augu en auga og það er ástæðan fyrir því að þetta er loksins gert opinbert í gær. Þeir hafa ekkert við að styðjast eins og er,“ sagði Atli Steinn. Hitti óeinkennisklædda lögreglumenn á bensínstöð fyrstu vikurnar NRK greindi frá því í gær að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. Svo virðist sem að um einhvers konar skilaboð til fjölskyldunnar frá mannræningjunum til fjölskyldunnar sé að ræða.„Þetta er skrifað á lélegri norsku sagði NRK þannig að hugsanlega eru þetta ekki Norðmenn eða þetta eru Norðmenn sem eru að reyna að dylja slóð sína. Svo hafa þessir einstaklingar, þessir mannræningjar, komið sér upp einhvers konar rafrænum samskiptamiðli og verið í sambandi við lögreglu og sett fram kröfur sínar en það er mjög lítil samræða sem hefur átt sér þar, mjög stöpult, og þeir hafa í raun öll ráð í hendi sér með það. Þeir setja upp þennan samskiptamöguleika og það er þeirra að hafa samband. Þeir stjórna þessu,“ sagði Atli Steinn.Rannsókn lögreglu er gríðarlega umfangsmikil en í fyrstu var óhefðbundnum rannsóknaraðferðum beitt þar sem mannræningjarnir settu fram þá kröfu að ekki yrði haft samband við lögregla, ella yrði Falkevik-Hagen myrt. Krefjast mannræningjarnir rúms milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero.„Þannig að Tom Hagen fór þá leið að hann hitti óeinkennisklædda lögreglumenn nokkrum sinnum á bensínstöð leynilega fyrstu vikurnar á meðan var verið að setja upp þess aðgerð. Þetta fór allt saman fram með mikilli leynd. Lögregla fór þarna um allt hverfið og talaði við nágranna undir því yfirskini að þeir væru að leita að 13 ára stúlku sem hefði horfið þarna í nágrenninu. Auðvitað áttuðu nágrannirnir á sig að lokum að eitthvað grunsamlegt væri tengt þessu fólki en þeir voru þá beðnir vinsamlegast bara að segja ekki orð fyrr en þeir mættu það og allir halda sinn svardaga í þessu máli, bæði fjölmiðlar og nágrannar. Þetta fer ekki út fyrr en í gær sem er alveg magnað miðað við stærðina á málinu,“ sagði Atli Steinn.Heimili fjölskyldunnar í Fjellhamar, þaðan sem Anne-Elizabeth var rænt.Vísir/APMálið í biðstöðu eins og er Málið er í ákveðinni biðstöð en að sögn Atla Steins hefur fjölskyldan boðist til þess að ræða við mannræningjana í von um að þeir skili Falkevik-Hagen. Þannig er málið statt í dag. Segir Atli Steinn að lögreglan hafi brugðist við málinu með því að óska eftir því að lögregla í öllum lögregluumdæmum Noregs kortleggi alla þá sem geti verið í hættu á að vera rænt.„Auðvitað hafa Norðmenn kannski lokað augum og eyrum fyrir svona hlutum og hugsað eins og Íslendingar hafa kannski oft gert líka að það gerist ekkert svona hérna en hvorki Íslendingar né Norðmenn hafa efni á slíkum hugsunarhætti.“ Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló.„Þetta er fólk sem hefur haldið sig út af fyrir sig og ekkert verið áberandi þannig að þetta er svolítið athyglisvert val á fórnarlambi þannig séð. Þau eru búin að vera þarna í Lorensko síðan 1981 eða 2 og ekkert látið á sér bera. Bara sinnt sinni vinnu og sinni fjárfestingu og ekkert meira með það. Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er nema það sem er í viðskiptalífinu og raforkubransanum,“ sagði Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem búsettur er í Noregi í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hagen er á 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna.Mannránið þykir hið dularfyllsta en svo virðist sem að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu. Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.„Lögreglan er komin í algjört öngstræti með vísbendingar í þessu máli og það er einmitt ástæðan fyrir því að eftir langa mæðu, eftir tíu vikna bið, er ákveðið í gær að gera þetta heyrinkunnugt og fara út í fjölmiðla með þetta mál af fullum þunga með von um það að almenningur hafi eitthvað fram að færa, hafi séð eitthvað eða hafi einhverjar vísbendingar því betur sjá nú augu en auga og það er ástæðan fyrir því að þetta er loksins gert opinbert í gær. Þeir hafa ekkert við að styðjast eins og er,“ sagði Atli Steinn. Hitti óeinkennisklædda lögreglumenn á bensínstöð fyrstu vikurnar NRK greindi frá því í gær að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. Svo virðist sem að um einhvers konar skilaboð til fjölskyldunnar frá mannræningjunum til fjölskyldunnar sé að ræða.„Þetta er skrifað á lélegri norsku sagði NRK þannig að hugsanlega eru þetta ekki Norðmenn eða þetta eru Norðmenn sem eru að reyna að dylja slóð sína. Svo hafa þessir einstaklingar, þessir mannræningjar, komið sér upp einhvers konar rafrænum samskiptamiðli og verið í sambandi við lögreglu og sett fram kröfur sínar en það er mjög lítil samræða sem hefur átt sér þar, mjög stöpult, og þeir hafa í raun öll ráð í hendi sér með það. Þeir setja upp þennan samskiptamöguleika og það er þeirra að hafa samband. Þeir stjórna þessu,“ sagði Atli Steinn.Rannsókn lögreglu er gríðarlega umfangsmikil en í fyrstu var óhefðbundnum rannsóknaraðferðum beitt þar sem mannræningjarnir settu fram þá kröfu að ekki yrði haft samband við lögregla, ella yrði Falkevik-Hagen myrt. Krefjast mannræningjarnir rúms milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero.„Þannig að Tom Hagen fór þá leið að hann hitti óeinkennisklædda lögreglumenn nokkrum sinnum á bensínstöð leynilega fyrstu vikurnar á meðan var verið að setja upp þess aðgerð. Þetta fór allt saman fram með mikilli leynd. Lögregla fór þarna um allt hverfið og talaði við nágranna undir því yfirskini að þeir væru að leita að 13 ára stúlku sem hefði horfið þarna í nágrenninu. Auðvitað áttuðu nágrannirnir á sig að lokum að eitthvað grunsamlegt væri tengt þessu fólki en þeir voru þá beðnir vinsamlegast bara að segja ekki orð fyrr en þeir mættu það og allir halda sinn svardaga í þessu máli, bæði fjölmiðlar og nágrannar. Þetta fer ekki út fyrr en í gær sem er alveg magnað miðað við stærðina á málinu,“ sagði Atli Steinn.Heimili fjölskyldunnar í Fjellhamar, þaðan sem Anne-Elizabeth var rænt.Vísir/APMálið í biðstöðu eins og er Málið er í ákveðinni biðstöð en að sögn Atla Steins hefur fjölskyldan boðist til þess að ræða við mannræningjana í von um að þeir skili Falkevik-Hagen. Þannig er málið statt í dag. Segir Atli Steinn að lögreglan hafi brugðist við málinu með því að óska eftir því að lögregla í öllum lögregluumdæmum Noregs kortleggi alla þá sem geti verið í hættu á að vera rænt.„Auðvitað hafa Norðmenn kannski lokað augum og eyrum fyrir svona hlutum og hugsað eins og Íslendingar hafa kannski oft gert líka að það gerist ekkert svona hérna en hvorki Íslendingar né Norðmenn hafa efni á slíkum hugsunarhætti.“
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11