Stafrænt framhaldslíf íslenskunnar Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:00 Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun