Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 14-30 | Nýliðarnir teknir í kennslustund Benedikt Grétarsson skrifar 29. janúar 2019 22:15 Úr leik kvöldsins. vísir/vilhelm Topplið Vals átti ekki í neinum vandræðum með nýliða HK þegar liðin mættust í 14.umferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Valur vann átakalausan sigur, 14-30 en leikið var í Diganesinu í Kópavogi. Valskonur halda því tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar ein umferð er eftir en HK situr áfram í sjöunda sæti og þyrfti að fara í umspil um sæti í Olísdeildinni ef liðið endaði þar. Það er í raun ekki mikið um leikinn að segja, slíkir voru yfirburðir Vals. HK byrjaði reyndar vel og komst í 2-0 en þá lokuðu gestirnir vörninni og bak við þessa sterku vörn, stóð Íris Björk Símonardóttir og varði mjög vel. HK hélt sig í þolanlegri fjarlægð fyrstu 20 mínútur leiksins en síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins vann Valur 7-2 og hafði þægilega forystu að honum loknum, 8-17. Seinni hálfleikur þróaðist ekki ósvipað og sá fyrri. HK byrjaði vel en svo tók Valur öll völd. Varnarleikurinn car áfram þéttur og sóknir HK runnu flestar út í sandinn eða enduðu með slökum skotum. Valur gekk á lagið og vann að lokum afar sanngjarnan og öruggan 16 marka sigur, 14-30. Sandra Erlingsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Val en Elva Arinbjarnar var markahæst hjá HK með 4 mörk.Það var hart barist í kvöld.vísir/vilhelmAf hverju vann Valur leikinn? Gamla góða uppskriftin virkar enn. Vörn og markvarsla í bland við skynsaman sóknarleik skóp þennan sigur og Valskonur eiga hrós skilið fyrir að mæta með góðan fókus í verkefnið. Það hefði verið „auðvelt“ að mæta örlítið værukærar gegn vængbrotnum nýliðum en það gerðist ekki.Hverjar stóðu upp úr? Sandra Erlingsdóttir var mjög góð hjá Val og nýtti öll sín færi. Liðið lék fantagóða vörn sem heild og markverðirnir stóðu báðir vel fyrir sínu. Það er eiginlega ekki hægt að taka neinn úr HK, þar sem liðið lék einfaldlega illa og getur miklu, miklu betur.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá HK að sækja á vörn Vals og það virkaði hreinlega þannig að sumir leikmenn væru hræddir við krumlurnar á Önnu Úrsúlu og Hildi í miðri vörn Vals. Markvarslan var ekki góð hjá HK en hafa ber í huga að varnarleikur liðsins gerði markvörðunum enga greiða lengstum í leiknum.Hvað gerist næst? Nú er 2/3 af deildarkeppninni búin í Olísdeild kvenna og staða liðanna að þeim loknum, ræður hvernig leikirnir í lokaumferðinni raðast niður. Án þess að fara of djúpt í framhaldið hjá þessum liðum, er ljóst að Valur verður í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en HK verður að einbeita sér að því að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.Lovísa Thompson var öflug í kvöld.vísir/vilhelmSandra: Mættum 100% tilbúnar Sandra Erlingsdóttir skoraði átta mörk og lék vel gegn HK. Hún er sammála blaðamanni að hrósa beri Valskonum fyrir að halda focus í afar ójöfnum leik. „Já, algjörlega. Seinustu tveir leikir hjá okkur hafa verið erfiðir og sóknarleikurinn ekki alveg að ganga vel. Við ákváðum bara að koma 100% tilbúnar í þennan leik og það gekk.“ „Vörnin var mjög góð í dag og þannig fylgir sóknin með. Við fáum mikið af hraðupphlaupum en það vantar auðvitað lykilleikmenn hjá HK í þessum leik,“ sagði Sandra. En er Valsliðið ekki á virkilega góðum stað, þ.e. á toppi deildarinnar og til alls vísar? „Við stefndum bara að því að komast í úrslitakeppnina og það er bara ennþá markmiðið hjá okkur,“ svarar Sandra og vill greinilega ekki missa sig í yfirlýsingum. En er ekkert byrjað að spá í einhverjum stærri markmiðum, svona í ljósi stöðunnar? „Úrslitakeppnin er okkar grunnmarkmið,“ sagði Sandra brosandi.Vilhelm á hliðarlínunni í kvöld.vísri/vilhelmVilhelm: Botninum er náð „Þetta er eitt af því sem ég hef aldrei getað vanist, að tapa handboltaleikjum eða bara hverju sem er. Það er samt ekki alveg sama hvernig þú tapar í handbolta. Valur er með betra lið en við í dag, það er staðreynd en þú getur getur mætt í leikinn og barist fyrir þínu þrátt fyrir það. Maður þarf enga sérstaka handboltahæfileika til að lemja aðeins frá sér,“ sagði frekar ósáttur Vilhelm Gauti Bergsveinsson, þjálfari HK eftir 14-30 tap gegn Val. Vilheilm viðurkennir að það sé margt sem þurfi að laga hjá HK en dvelur ekki lengi við þetta stórtap. „Þessi leikur er bara búinn. Við erum búin að vera í vandræðum sóknarlega eftir áramót og það er bara sá staður sem við erum á núna. Við erum að reyna að vinna í þeim málum en þetta er brekka.“ „Það er samt ein umferð eftir og ég er ekkert að fara heim að grenja í koddann fram á vor. Við ætlum að halda sæti okkar í deildinni og munum gera allt til þess að það markmið náist. Trúin er ennþá til staðar en andskotinn hafi það, nú er botninum náð og við getum spyrnt okkur upp á við,“ sagði Vilhelm ansi ákveðinn að lokum. Olís-deild kvenna
Topplið Vals átti ekki í neinum vandræðum með nýliða HK þegar liðin mættust í 14.umferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Valur vann átakalausan sigur, 14-30 en leikið var í Diganesinu í Kópavogi. Valskonur halda því tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar ein umferð er eftir en HK situr áfram í sjöunda sæti og þyrfti að fara í umspil um sæti í Olísdeildinni ef liðið endaði þar. Það er í raun ekki mikið um leikinn að segja, slíkir voru yfirburðir Vals. HK byrjaði reyndar vel og komst í 2-0 en þá lokuðu gestirnir vörninni og bak við þessa sterku vörn, stóð Íris Björk Símonardóttir og varði mjög vel. HK hélt sig í þolanlegri fjarlægð fyrstu 20 mínútur leiksins en síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins vann Valur 7-2 og hafði þægilega forystu að honum loknum, 8-17. Seinni hálfleikur þróaðist ekki ósvipað og sá fyrri. HK byrjaði vel en svo tók Valur öll völd. Varnarleikurinn car áfram þéttur og sóknir HK runnu flestar út í sandinn eða enduðu með slökum skotum. Valur gekk á lagið og vann að lokum afar sanngjarnan og öruggan 16 marka sigur, 14-30. Sandra Erlingsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Val en Elva Arinbjarnar var markahæst hjá HK með 4 mörk.Það var hart barist í kvöld.vísir/vilhelmAf hverju vann Valur leikinn? Gamla góða uppskriftin virkar enn. Vörn og markvarsla í bland við skynsaman sóknarleik skóp þennan sigur og Valskonur eiga hrós skilið fyrir að mæta með góðan fókus í verkefnið. Það hefði verið „auðvelt“ að mæta örlítið værukærar gegn vængbrotnum nýliðum en það gerðist ekki.Hverjar stóðu upp úr? Sandra Erlingsdóttir var mjög góð hjá Val og nýtti öll sín færi. Liðið lék fantagóða vörn sem heild og markverðirnir stóðu báðir vel fyrir sínu. Það er eiginlega ekki hægt að taka neinn úr HK, þar sem liðið lék einfaldlega illa og getur miklu, miklu betur.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá HK að sækja á vörn Vals og það virkaði hreinlega þannig að sumir leikmenn væru hræddir við krumlurnar á Önnu Úrsúlu og Hildi í miðri vörn Vals. Markvarslan var ekki góð hjá HK en hafa ber í huga að varnarleikur liðsins gerði markvörðunum enga greiða lengstum í leiknum.Hvað gerist næst? Nú er 2/3 af deildarkeppninni búin í Olísdeild kvenna og staða liðanna að þeim loknum, ræður hvernig leikirnir í lokaumferðinni raðast niður. Án þess að fara of djúpt í framhaldið hjá þessum liðum, er ljóst að Valur verður í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en HK verður að einbeita sér að því að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.Lovísa Thompson var öflug í kvöld.vísir/vilhelmSandra: Mættum 100% tilbúnar Sandra Erlingsdóttir skoraði átta mörk og lék vel gegn HK. Hún er sammála blaðamanni að hrósa beri Valskonum fyrir að halda focus í afar ójöfnum leik. „Já, algjörlega. Seinustu tveir leikir hjá okkur hafa verið erfiðir og sóknarleikurinn ekki alveg að ganga vel. Við ákváðum bara að koma 100% tilbúnar í þennan leik og það gekk.“ „Vörnin var mjög góð í dag og þannig fylgir sóknin með. Við fáum mikið af hraðupphlaupum en það vantar auðvitað lykilleikmenn hjá HK í þessum leik,“ sagði Sandra. En er Valsliðið ekki á virkilega góðum stað, þ.e. á toppi deildarinnar og til alls vísar? „Við stefndum bara að því að komast í úrslitakeppnina og það er bara ennþá markmiðið hjá okkur,“ svarar Sandra og vill greinilega ekki missa sig í yfirlýsingum. En er ekkert byrjað að spá í einhverjum stærri markmiðum, svona í ljósi stöðunnar? „Úrslitakeppnin er okkar grunnmarkmið,“ sagði Sandra brosandi.Vilhelm á hliðarlínunni í kvöld.vísri/vilhelmVilhelm: Botninum er náð „Þetta er eitt af því sem ég hef aldrei getað vanist, að tapa handboltaleikjum eða bara hverju sem er. Það er samt ekki alveg sama hvernig þú tapar í handbolta. Valur er með betra lið en við í dag, það er staðreynd en þú getur getur mætt í leikinn og barist fyrir þínu þrátt fyrir það. Maður þarf enga sérstaka handboltahæfileika til að lemja aðeins frá sér,“ sagði frekar ósáttur Vilhelm Gauti Bergsveinsson, þjálfari HK eftir 14-30 tap gegn Val. Vilheilm viðurkennir að það sé margt sem þurfi að laga hjá HK en dvelur ekki lengi við þetta stórtap. „Þessi leikur er bara búinn. Við erum búin að vera í vandræðum sóknarlega eftir áramót og það er bara sá staður sem við erum á núna. Við erum að reyna að vinna í þeim málum en þetta er brekka.“ „Það er samt ein umferð eftir og ég er ekkert að fara heim að grenja í koddann fram á vor. Við ætlum að halda sæti okkar í deildinni og munum gera allt til þess að það markmið náist. Trúin er ennþá til staðar en andskotinn hafi það, nú er botninum náð og við getum spyrnt okkur upp á við,“ sagði Vilhelm ansi ákveðinn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti