Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. janúar 2019 10:53 Frá fundinum í morgun. vísir/vilhelm Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09
Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11