Salan á viskíinu hans Conors ku hafa gengið vel en það er líklega nokkuð í land að hann nái Jameson. Menn þar á bæ finna þó örugglega fyrir samkeppninni því þeir hafa brugðist við henni.
Þeir fengu nefnilega fjaðurvigtarmeistara UFC, Max Holloway, til þess að auglýsa fyrir sig en Holloway var mættur til Dublin um nýliðna helgi. Þar sagði hann að Jameson væri ekki vatnsþynnt viskí. Augljóst skot á Conor.
238 years of innovation, hard work, and unmatched quality. Not a watered down trend. A true pillar of Ireland, supporting the hard working families in Dublin for generations. Thank you @jamesonwhiskey for the hospitality. The number one Irish whiskey in the world #sinemetupic.twitter.com/9fVzu9Lvic
— Max Holloway (@BlessedMMA) January 26, 2019
Pleasure to welcome @BlessedMMA Max Holloway on a tour of #CrokePark this weekend! pic.twitter.com/7W9HQsM5RS
— Croke Park (@CrokePark) January 27, 2019
Það væri líka mjög eðlilegt að láta þá mætast. Þeir mættust í ágúst árið 2013 og þá hafði Conor betur á dómaraákvörðun. Síðan þá hefur Holloway barist þrettán sinnum og unnið alla þá bardaga.
Dana White, forseti UFC, vill að Holloway fari upp um flokk enda niðurskurðurinn í fjaðurvigtinni erfiður fyrir hann. Rétt eins og hann var fyrir Conor áður en hann færði sig upp.
Það væru margir til í að sjá Conor og Holloway mætast á nýjan leik og ekki væri verra ef sá bardagi færi fram á hinum glæsilega Croke Park.