Körfubolti

Körfuboltakvöld: Grindavík er eins og Man Utd með Mourinho

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavík
Jóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavík visir/bára
Grindavík steinlág fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli í Dominos-deild karla í fyrradag og var Grindavíkurliðið til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar þar sem spekingarnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson létu gamminn geisa.

„Það er eins og þeir séu andsetnir,“ sagði Jón Halldór áður en Kristinn tók við keflinu.

„Mín reynsla af íþróttum og körfubolta í gegnum árin er sú að þegar það er svona andlaust innan liðs þá er bara einhver ein ástæða. Menn eru ekki tilbúnir að nefna hana á nafn og þess vegna grotnar undan öllu. Það vantar ekkert upp á mannskapinn þarna,“ segir Kristinn.

Jón Halldór líkti Grindavíkurliðinu við Manchester United.

„Þeir eru komnir með flott sex manna lið. Þetta er bara værukærð og það er allt í ruglinu. Þetta er bara eins og Manchester United þegar þeir voru með Mourinho,“ sagði Jón en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld - Andleysi í Grindavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×