Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 18:45 Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Vísir/Vilhelm Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira