Gervigreind til bjargar tungumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2019 19:00 Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Miklar framfarir eiga sér stað í máltækni þar sem gervigreind er notuð. Á gervigreindarhátíð í Háskóla Reykjavíkur í dag var kynnt margt af því helsta sem er í gangi. Alþingi er meðal þeirra stofnanna sem er byrjað að nýta sér talgreini fyrir ræður alþingismanna. Jón Guðnason forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík og dósent við tækni-og verkfræðideild skólans segir að verkefnið hafi farið vel af stað. „Við erum hjálpa Alþingi að setja ræðurnar á textaform þannig að það þarf ekki að hamra þær inn. Alþingi er þegar farið að innleiða þetta,“ segir Jón. Á hátíðinni komu sérfræðingar í máltækni frá Google, Amazon og Microsoft en fyrirtækin nota gervigreind í máltækni og eru mörg hver að safna gögnum um tungumál um allan heim. „Þegar þessi gögn eru komin þá er hægt að þróa þessa máltækni fyrir hvert og eitt tungumál sem þýðir það að tölvur eru farnar að geta unnið með tungumálið. Það er hægt að búa til gervigreind eða sýndarverur sem geta þá skilið fólk tungumáli hvers og eins. Við getum þá vonandi talað íslensku við Siri hjá Apple, Alexu hjá Amazon og Google Home,“ segir Jón. Jón segir að þetta geti haft mikla þýðingu fyrir varðveislu og þróun tungumála en í framtíðinni verði hægt að nota sitt eigið tungumál í heimi tækninnar. „Tungumál á ekki að vera fyrirstaða í heimi tækninnar í framtíðinni. Þú ættir t.d. að geta spurt Google á íslensku og fengið svör alls staðar að úr heiminum sem verða þýdd á rauntíma á íslensku. Þetta er tækni sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á varðveislu tungumála um allan heim,“ segir Jón að lokum. Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Miklar framfarir eiga sér stað í máltækni þar sem gervigreind er notuð. Á gervigreindarhátíð í Háskóla Reykjavíkur í dag var kynnt margt af því helsta sem er í gangi. Alþingi er meðal þeirra stofnanna sem er byrjað að nýta sér talgreini fyrir ræður alþingismanna. Jón Guðnason forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík og dósent við tækni-og verkfræðideild skólans segir að verkefnið hafi farið vel af stað. „Við erum hjálpa Alþingi að setja ræðurnar á textaform þannig að það þarf ekki að hamra þær inn. Alþingi er þegar farið að innleiða þetta,“ segir Jón. Á hátíðinni komu sérfræðingar í máltækni frá Google, Amazon og Microsoft en fyrirtækin nota gervigreind í máltækni og eru mörg hver að safna gögnum um tungumál um allan heim. „Þegar þessi gögn eru komin þá er hægt að þróa þessa máltækni fyrir hvert og eitt tungumál sem þýðir það að tölvur eru farnar að geta unnið með tungumálið. Það er hægt að búa til gervigreind eða sýndarverur sem geta þá skilið fólk tungumáli hvers og eins. Við getum þá vonandi talað íslensku við Siri hjá Apple, Alexu hjá Amazon og Google Home,“ segir Jón. Jón segir að þetta geti haft mikla þýðingu fyrir varðveislu og þróun tungumála en í framtíðinni verði hægt að nota sitt eigið tungumál í heimi tækninnar. „Tungumál á ekki að vera fyrirstaða í heimi tækninnar í framtíðinni. Þú ættir t.d. að geta spurt Google á íslensku og fengið svör alls staðar að úr heiminum sem verða þýdd á rauntíma á íslensku. Þetta er tækni sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á varðveislu tungumála um allan heim,“ segir Jón að lokum.
Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira