Túttur; olía á striga Sif Sigmarsdóttir skrifar 26. janúar 2019 08:00 Öldruð kona féll í yfirlið á forsýningu nýs leikrits í Breska þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Grófar kynlífssenur og ofbeldi í verkinu fóru fyrir brjóstið á mörgum í áhorfendasalnum. Hollywood stjarnan Cate Blanchett sem fer með aðalhlutverk í sýningunni sagði í viðtali við The Guardian að hún liti svo á að „leikhús ætti að ögra“.Auðir veggir Fyrir nokkrum árum flakkaði ég milli listagallería Chelsea hverfis í New York í hópi góðra vina. Við flissuðum að fáránleika sumra verkanna og skeggræddum önnur milli þess sem við litum á klukkuna og biðum eftir að „cocktail hour“ hæfist. Í einu galleríanna blöstu við okkur auðir veggir. Þegar betur var að gáð kom í ljós að veggirnir voru ekki auðir. Þeir voru þaktir sæði karlmanna. Listamaðurinn Andreas Slominski hafði auglýst eftir körlum á Craigslist sem voru reiðubúnir – reðurbúnir – til að mæta í galleríið og láta af hendi rakna framlag til verksins. Ekki var talað um annað yfir kokteilunum.Ritskoðun, púritanismi og tepruskapur Nýverið voru nektarmyndir eftir Gunnlaug Blöndal fjarlægðar af veggjum Seðlabanka Íslands. Málverkin af barmgóðum módelum höfðu farið fyrir brjóstið á starfsmönnum. Athæfið vakti hörð viðbrögð listunnenda sem sögðu það jafnast á við að brenna bækur. Bandalag íslenskra listamanna kallaði ákvörðun Seðlabankans ritskoðun, púritanisma og tepruskap. Ég verð að viðurkenna að ég var ein þeirra sem stóðu á öndinni af vandlætingu eftir fyrstu fréttir af ákvörðun Seðlabankans. Hvílíkur plebbaháttur! En þegar ég staldraði við og hugsaði málið blasti við mér ískaldur mergurinn málsins. Mér að óvörum var hann ekki: Túttur; olía á striga. Kjarnann fann ég þegar ég leit í eigin barm og sá þar hornstein skoðunar minnar á stóra málverkahneykslinu: Minn eigin andlausa menningarhroka.Júllur annarra kvenna Fyrir ári bárust fréttir af því að Síldarvinnslan hefði bannað starfsmönnum að hengja upp dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði í viðtali að mikilvægt væri að bregðast við karllægu vinnuumhverfi í sjávarútvegi og hann vildi „að konum sem vinna hjá Síldarvinnslunni líði vel“. Framtakið mæltist vel fyrir. Ekki var minnst einu orði á bókabrennur og púritanisma. Þeir sem sjá djúpstæðan mun á því að skreyta veggi vinnustaðar með annars vegar fáklæddum konum sem flatmaga munúðarfullar, berar að ofan, í töfraveröld úr olíu á striga þar sem lögmál fagurfræðinnar trompa lögmál náttúrunnar og ekki einu sinni þyngdaraflið bítur á bústna barma og hins vegar fáklæddum konum í dagatali þar sem sílikon heldur brjóstunum stinnum eru blindaðir af snobbi. Brjóst eru brjóst. Ef við ákveðum sem samfélag að þegar kona gengur á fund yfirmanns síns – hvort sem það er í Seðlabankanum eða Síldarvinnslunni – með aldalanga hlutgervingu kvenkynsins á bakinu að henni sé hlíft við því að hafa júllur annarra kvenna í smettinu á meðan hún reynir að sýna fram á að hún er meira en bara brjóst er enginn munur á Gunnlaugi Blöndal og Playboy dagatali. Að halda því fram að það sé staður og stund fyrir list er ekki ritskoðun. Fáir teldu það heilagan rétt leikhópsins sem stendur að klámfengnu leiksýningunni í Breska þjóðleikhúsinu sem varð til þess að leið yfir eldri konu að ryðjast inn á elliheimilið Grund og herma eftir kynlífi uns liði yfir alla vistmenn. Ef Breska þjóðleikhúsinu væri hins vegar bannað að setja upp umrætt leikverk vegna innihalds þess væri sannarlega um ritskoðun að ræða. Ef Andreas Slominski mætti í Kringluna með hóp karlmanna sem tæki að skreyta veggina með brundi er ólíklegt að sú krafa heyrðist að gestir og gangandi yrðu einfaldlega að umbera verknaðinn í nafni listræns frelsis. Líklegra er að hringt yrði á lögregluna. Sæðið tæki sig þó vafalaust ágætlega út á veggjum Gallerí Foldar. Þar væri hverjum sem er frjálst að fjárfesta í verkinu, fara með það heim og smella því á stofuvegginn við hliðina á Gunnlaugi Blöndal eða Playboy dagatali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Öldruð kona féll í yfirlið á forsýningu nýs leikrits í Breska þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Grófar kynlífssenur og ofbeldi í verkinu fóru fyrir brjóstið á mörgum í áhorfendasalnum. Hollywood stjarnan Cate Blanchett sem fer með aðalhlutverk í sýningunni sagði í viðtali við The Guardian að hún liti svo á að „leikhús ætti að ögra“.Auðir veggir Fyrir nokkrum árum flakkaði ég milli listagallería Chelsea hverfis í New York í hópi góðra vina. Við flissuðum að fáránleika sumra verkanna og skeggræddum önnur milli þess sem við litum á klukkuna og biðum eftir að „cocktail hour“ hæfist. Í einu galleríanna blöstu við okkur auðir veggir. Þegar betur var að gáð kom í ljós að veggirnir voru ekki auðir. Þeir voru þaktir sæði karlmanna. Listamaðurinn Andreas Slominski hafði auglýst eftir körlum á Craigslist sem voru reiðubúnir – reðurbúnir – til að mæta í galleríið og láta af hendi rakna framlag til verksins. Ekki var talað um annað yfir kokteilunum.Ritskoðun, púritanismi og tepruskapur Nýverið voru nektarmyndir eftir Gunnlaug Blöndal fjarlægðar af veggjum Seðlabanka Íslands. Málverkin af barmgóðum módelum höfðu farið fyrir brjóstið á starfsmönnum. Athæfið vakti hörð viðbrögð listunnenda sem sögðu það jafnast á við að brenna bækur. Bandalag íslenskra listamanna kallaði ákvörðun Seðlabankans ritskoðun, púritanisma og tepruskap. Ég verð að viðurkenna að ég var ein þeirra sem stóðu á öndinni af vandlætingu eftir fyrstu fréttir af ákvörðun Seðlabankans. Hvílíkur plebbaháttur! En þegar ég staldraði við og hugsaði málið blasti við mér ískaldur mergurinn málsins. Mér að óvörum var hann ekki: Túttur; olía á striga. Kjarnann fann ég þegar ég leit í eigin barm og sá þar hornstein skoðunar minnar á stóra málverkahneykslinu: Minn eigin andlausa menningarhroka.Júllur annarra kvenna Fyrir ári bárust fréttir af því að Síldarvinnslan hefði bannað starfsmönnum að hengja upp dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði í viðtali að mikilvægt væri að bregðast við karllægu vinnuumhverfi í sjávarútvegi og hann vildi „að konum sem vinna hjá Síldarvinnslunni líði vel“. Framtakið mæltist vel fyrir. Ekki var minnst einu orði á bókabrennur og púritanisma. Þeir sem sjá djúpstæðan mun á því að skreyta veggi vinnustaðar með annars vegar fáklæddum konum sem flatmaga munúðarfullar, berar að ofan, í töfraveröld úr olíu á striga þar sem lögmál fagurfræðinnar trompa lögmál náttúrunnar og ekki einu sinni þyngdaraflið bítur á bústna barma og hins vegar fáklæddum konum í dagatali þar sem sílikon heldur brjóstunum stinnum eru blindaðir af snobbi. Brjóst eru brjóst. Ef við ákveðum sem samfélag að þegar kona gengur á fund yfirmanns síns – hvort sem það er í Seðlabankanum eða Síldarvinnslunni – með aldalanga hlutgervingu kvenkynsins á bakinu að henni sé hlíft við því að hafa júllur annarra kvenna í smettinu á meðan hún reynir að sýna fram á að hún er meira en bara brjóst er enginn munur á Gunnlaugi Blöndal og Playboy dagatali. Að halda því fram að það sé staður og stund fyrir list er ekki ritskoðun. Fáir teldu það heilagan rétt leikhópsins sem stendur að klámfengnu leiksýningunni í Breska þjóðleikhúsinu sem varð til þess að leið yfir eldri konu að ryðjast inn á elliheimilið Grund og herma eftir kynlífi uns liði yfir alla vistmenn. Ef Breska þjóðleikhúsinu væri hins vegar bannað að setja upp umrætt leikverk vegna innihalds þess væri sannarlega um ritskoðun að ræða. Ef Andreas Slominski mætti í Kringluna með hóp karlmanna sem tæki að skreyta veggina með brundi er ólíklegt að sú krafa heyrðist að gestir og gangandi yrðu einfaldlega að umbera verknaðinn í nafni listræns frelsis. Líklegra er að hringt yrði á lögregluna. Sæðið tæki sig þó vafalaust ágætlega út á veggjum Gallerí Foldar. Þar væri hverjum sem er frjálst að fjárfesta í verkinu, fara með það heim og smella því á stofuvegginn við hliðina á Gunnlaugi Blöndal eða Playboy dagatali.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun