Sími sprakk með látum um miðja nótt: „Fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 11:31 Díana Dögg Víglundsdóttir og síminn, sem er gjöreyðilagður eftir sprenginguna. Mynd/Díana Dögg Sími níu ára dóttur Díönu Daggar Víglundsdóttur sprakk með látum í nótt er hann var skilinn eftir í hleðslu. Fjölskyldan vaknaði við sprenginguna á neðri hæðinni og fljótlega fylltist húsið af reyk og sóti. Díana segist þakklát fyrir að síminn hafi ekki verið í hleðslu inni í herbergi níu ára dóttur sinnar, sem á símann. Díana vakti athygli á málinu á Facebook í dag og birti myndir af símanum með færslunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er síminn afar illa farinn og sótugur. „Við vöknuðum við sprengingu og heyrum síðan þrusk á neðri hæðinni. Ég hélt fyrst að einhver hefði brotist inn en þá er það síminn sem er að gefa frá sér þessi hljóð þar sem hann er að bráðna,“ segir Díana í samtali við Vísi. Hún segir að þegar niður var komið hafi hæðin þegar verið orðin full af reyk og gólfið þakið sóti. „Við þurftum að skúra gólfið þrisvar og þurrka af öllu, það er svart sót yfir öllu hérna,“ segir Díana. Síminn er af gerðinni Samsung og í eigu níu ára dóttur Díönu. Díana segist ekki vita hvað síminn er gamall eða hvar hann er keyptur, en hann sé þó kominn til ára sinna. Hún segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Ég var að tala við tryggingafélagið og þau ætla að koma aftur og skoða þetta,“ segir Díana. „Ég er bara ógeðslega fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir eru fluttar af símasprengingum sem þessum. Árið 2017 sprakk rafhlaða í Samsung-síma Ásgerðar Pálsdóttur þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Þá hefur ítrekað verið fjallað um bilanir í Samsung-símum, einkum af gerðinni Galaxy Note 7, síðustu ár en fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í þeim vegna ofhitnunar. Samsung Tækni Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Sími níu ára dóttur Díönu Daggar Víglundsdóttur sprakk með látum í nótt er hann var skilinn eftir í hleðslu. Fjölskyldan vaknaði við sprenginguna á neðri hæðinni og fljótlega fylltist húsið af reyk og sóti. Díana segist þakklát fyrir að síminn hafi ekki verið í hleðslu inni í herbergi níu ára dóttur sinnar, sem á símann. Díana vakti athygli á málinu á Facebook í dag og birti myndir af símanum með færslunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er síminn afar illa farinn og sótugur. „Við vöknuðum við sprengingu og heyrum síðan þrusk á neðri hæðinni. Ég hélt fyrst að einhver hefði brotist inn en þá er það síminn sem er að gefa frá sér þessi hljóð þar sem hann er að bráðna,“ segir Díana í samtali við Vísi. Hún segir að þegar niður var komið hafi hæðin þegar verið orðin full af reyk og gólfið þakið sóti. „Við þurftum að skúra gólfið þrisvar og þurrka af öllu, það er svart sót yfir öllu hérna,“ segir Díana. Síminn er af gerðinni Samsung og í eigu níu ára dóttur Díönu. Díana segist ekki vita hvað síminn er gamall eða hvar hann er keyptur, en hann sé þó kominn til ára sinna. Hún segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Ég var að tala við tryggingafélagið og þau ætla að koma aftur og skoða þetta,“ segir Díana. „Ég er bara ógeðslega fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir eru fluttar af símasprengingum sem þessum. Árið 2017 sprakk rafhlaða í Samsung-síma Ásgerðar Pálsdóttur þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Þá hefur ítrekað verið fjallað um bilanir í Samsung-símum, einkum af gerðinni Galaxy Note 7, síðustu ár en fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í þeim vegna ofhitnunar.
Samsung Tækni Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15
Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05
Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00