Trump opinn fyrir „innborgun“ fyrir landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 23:09 Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúman mánuð. Ríkisstarfsmenn missa af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49