SAS skildi farangur Íslandsfara eftir í Ósló vegna slæms veðurs Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2019 22:25 Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. SAS Farþegar með flugi flugfélagsins SAS á leið frá Ósló í Noregi til Íslands, SK-4787, fengu ekki farangur sinn afhentan við komuna til Keflavíkur fyrr í dag. Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að veðrið væri svo slæmt á Íslandi. Þetta segir Karin Nyman, samskiptastjóri SAS, í samtali við Vísi. Nyman segir að nauðsynlegt hafi verið að bæta bensíni á vélina þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Hefði vélin ekki náð að lenda í Keflavík vegna veðurs hefði þurft að fljúga á næsta varaflugvöll, sem í þessu tilviki væri Stafangur í Noregi. Farþegar fréttu fyrst af því að farangurinn væri ekki með í för þegar lent var í Keflavík.Karin Nyman.SASÓvenjulegar aðstæður „Aðalatriðið var að koma farþegunum til Íslands og var því ákveðið að taka bæði farangur og annan farm úr til að koma fyrir meira bensíni,“ segir Nyman, sem leggur áherslu á að um óvenjulegar aðstæður (s. extreme situation) hafi verið að ræða. Hún segir að alls hafi 166 farþegar verið um borð í vélinni og hafi tekist að koma megninu af farangrinum til Íslands með öðrum vélum í dag. Enn eigi þó eftir að koma um þrjátíu innrituðum töskum til Íslands og verði það gert á morgun. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737-883. Hún tók á loft á Gardermoen í Ósló um klukkan 10:30 í morgun að staðartíma og lenti í Keflavík skömmu fyrir 13 að íslenskum tíma. Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Farþegar með flugi flugfélagsins SAS á leið frá Ósló í Noregi til Íslands, SK-4787, fengu ekki farangur sinn afhentan við komuna til Keflavíkur fyrr í dag. Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að veðrið væri svo slæmt á Íslandi. Þetta segir Karin Nyman, samskiptastjóri SAS, í samtali við Vísi. Nyman segir að nauðsynlegt hafi verið að bæta bensíni á vélina þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Hefði vélin ekki náð að lenda í Keflavík vegna veðurs hefði þurft að fljúga á næsta varaflugvöll, sem í þessu tilviki væri Stafangur í Noregi. Farþegar fréttu fyrst af því að farangurinn væri ekki með í för þegar lent var í Keflavík.Karin Nyman.SASÓvenjulegar aðstæður „Aðalatriðið var að koma farþegunum til Íslands og var því ákveðið að taka bæði farangur og annan farm úr til að koma fyrir meira bensíni,“ segir Nyman, sem leggur áherslu á að um óvenjulegar aðstæður (s. extreme situation) hafi verið að ræða. Hún segir að alls hafi 166 farþegar verið um borð í vélinni og hafi tekist að koma megninu af farangrinum til Íslands með öðrum vélum í dag. Enn eigi þó eftir að koma um þrjátíu innrituðum töskum til Íslands og verði það gert á morgun. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737-883. Hún tók á loft á Gardermoen í Ósló um klukkan 10:30 í morgun að staðartíma og lenti í Keflavík skömmu fyrir 13 að íslenskum tíma.
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira