Jóhann Þór: Leikmenn eru ekki á sömu blaðsíðu og ég Smári Jökull Jónsson skrifar 24. janúar 2019 21:31 Jóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavík. visir/bára Það var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“ Dominos-deild karla Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“
Dominos-deild karla Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira