Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 20:52 Kristinn Hrafnsson segir mögulegt að hann sé sjálfur eitt skotmarka bandarísku rannsóknarinnar. Vísir Einstaklingi sem hefur verið búsettur á Íslandi hefur verið boðin friðhelgi fyrir saksókn í Bandaríkjunum í skiptum fyrir framburð gegn stofnanda uppljóstranavefsins Wikileaks, að sögn Kristins Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks. Hann segist mögulega sjálfur eitt skotmarka rannsóknar bandarískra yfirvalda sem staðið hefur yfir í níu ár. Fréttablaðið sagði frá þessu í kvöld og hafði eftir bandaríska sendiráðinu á Íslandi að það gæti ekki tjáð sig vegna lokunar alríkisstofnana vestanhafs sem hefur staðið yfir í rúman mánuð. Í samtali við Vísi segist Kristinn hafa trúverðugar heimildir um að einstaklingi hér á landi hafi verið boðin friðhelgi gegn því að vitna gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann hafi þær heimildir ekki frá fyrstu hendi en hann viti persónulega um bandaríska ríkisborgara sem bandarískt yfirvöld hafi þrýst á að bera vitni gegn Assange. Kristni er ekki kunnugt um hvort að einstaklingurinn sé enn búsettur á Íslandi. Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks hefur staðið yfir frá árinu 2010 en þá birti vefurinn trúnaðarskjöl úr bandarískum sendiráðum og olli miklu fjaðrafoki. Leynd hefur hvílt yfir rannsókninni og segir Kristinn að hann og aðrir sem tengjast Wikileaks viti í raun ekki mikið um hana. Svonefndur ákærudómstóll starfar í tengslum við rannsóknina í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd á að ríkja um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi. Mistök starfsmanns bandarískra yfirvalda leiddi til þess að ákæra gegn Assange var óvart birt í nóvember. „Þetta er kannski til marks um það að það sé að draga til einhverra tíðinda, að menn séu farnir að leita mögulegra vitna fyrir einhver réttarhöld,“ segir Kristinn. Ekki leitað eftir viðtali við Kristinn Kristinn segir við Vísi að Wikileaks hafi fengið upplýsingar um að rannsóknin hafi undið upp á sig frá því að hún hófst og nái hún nú líklega til fleiri leka á vegum miðilsins. Þetta sé þó aðeins tilgáta þar sem Wikileaks viti ekki fyrir víst hvað sé til rannsóknar. Tölvupóstar Kristins voru á meðal gagna sem Google afhenti rannsakendunum vestanhafs eftir að þeir fengu leitarheimild hjá ákærudómstólnum árið 2012. Kristinn segir að bandaríska alríkislögreglan FBI eða dómsmálaráðuneytið hafi þó aldrei falast eftir því að taka skýrslu af honum í tengslum við rannsóknina. Leggur hann til tvær skýringar á því hvers vegna svo sé. „Mögulega er það vegna þess að ég var einn af kjarnastarfsmönnum sem hafa staðið að ýmsum af þessum lekum þannig að mögulega er ég sjálfur skotmark einhverrar ofstækisfullrar málsóknar eða þá að þeir telja á grundvelli gagna sem þeir hafa aflað sér að ég væri ekki mjög tilkippilegur sem vitni gegn félaga mínum,“ segir Kristinn. Julian Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í nokkur ár.Vísir/EPA Segir tíðinda að vænta af málsókn gegn The Guardian Assange hefur verið undir verndarvæng stjórnvalda í Ekvador og hafst við í sendiráðið Suður-Ameríkuríkisins í London frá árinu 2012. Þangað leitaði Assange hælis til að forðast rannsókn á kynferðisbroti í Svíþjóð og ákæru í Bretlandi fyrir að brjóta gegn lausn sem hann hlaut þar gegn tryggingu. Hann segist óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Wikileaks hefur blandast inn í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins af afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Vefsíðan birti tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum í aðdraganda kosninganna og hefur Assange verið sakaður um samstarf við Rússa. Því hefur hann hafnað. Breska blaðið The Guardian hélt því fram að Assange hefði fundað á laun með Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í sendiráðinu í London. Kristinn segir þá frétt hafa verið „hraksmánarlega“. Tíðinda sé líklega að vænta af málsókn Wikileaks gegn blaðinu á næstu vikum. Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Einstaklingi sem hefur verið búsettur á Íslandi hefur verið boðin friðhelgi fyrir saksókn í Bandaríkjunum í skiptum fyrir framburð gegn stofnanda uppljóstranavefsins Wikileaks, að sögn Kristins Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks. Hann segist mögulega sjálfur eitt skotmarka rannsóknar bandarískra yfirvalda sem staðið hefur yfir í níu ár. Fréttablaðið sagði frá þessu í kvöld og hafði eftir bandaríska sendiráðinu á Íslandi að það gæti ekki tjáð sig vegna lokunar alríkisstofnana vestanhafs sem hefur staðið yfir í rúman mánuð. Í samtali við Vísi segist Kristinn hafa trúverðugar heimildir um að einstaklingi hér á landi hafi verið boðin friðhelgi gegn því að vitna gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann hafi þær heimildir ekki frá fyrstu hendi en hann viti persónulega um bandaríska ríkisborgara sem bandarískt yfirvöld hafi þrýst á að bera vitni gegn Assange. Kristni er ekki kunnugt um hvort að einstaklingurinn sé enn búsettur á Íslandi. Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks hefur staðið yfir frá árinu 2010 en þá birti vefurinn trúnaðarskjöl úr bandarískum sendiráðum og olli miklu fjaðrafoki. Leynd hefur hvílt yfir rannsókninni og segir Kristinn að hann og aðrir sem tengjast Wikileaks viti í raun ekki mikið um hana. Svonefndur ákærudómstóll starfar í tengslum við rannsóknina í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd á að ríkja um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi. Mistök starfsmanns bandarískra yfirvalda leiddi til þess að ákæra gegn Assange var óvart birt í nóvember. „Þetta er kannski til marks um það að það sé að draga til einhverra tíðinda, að menn séu farnir að leita mögulegra vitna fyrir einhver réttarhöld,“ segir Kristinn. Ekki leitað eftir viðtali við Kristinn Kristinn segir við Vísi að Wikileaks hafi fengið upplýsingar um að rannsóknin hafi undið upp á sig frá því að hún hófst og nái hún nú líklega til fleiri leka á vegum miðilsins. Þetta sé þó aðeins tilgáta þar sem Wikileaks viti ekki fyrir víst hvað sé til rannsóknar. Tölvupóstar Kristins voru á meðal gagna sem Google afhenti rannsakendunum vestanhafs eftir að þeir fengu leitarheimild hjá ákærudómstólnum árið 2012. Kristinn segir að bandaríska alríkislögreglan FBI eða dómsmálaráðuneytið hafi þó aldrei falast eftir því að taka skýrslu af honum í tengslum við rannsóknina. Leggur hann til tvær skýringar á því hvers vegna svo sé. „Mögulega er það vegna þess að ég var einn af kjarnastarfsmönnum sem hafa staðið að ýmsum af þessum lekum þannig að mögulega er ég sjálfur skotmark einhverrar ofstækisfullrar málsóknar eða þá að þeir telja á grundvelli gagna sem þeir hafa aflað sér að ég væri ekki mjög tilkippilegur sem vitni gegn félaga mínum,“ segir Kristinn. Julian Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í nokkur ár.Vísir/EPA Segir tíðinda að vænta af málsókn gegn The Guardian Assange hefur verið undir verndarvæng stjórnvalda í Ekvador og hafst við í sendiráðið Suður-Ameríkuríkisins í London frá árinu 2012. Þangað leitaði Assange hælis til að forðast rannsókn á kynferðisbroti í Svíþjóð og ákæru í Bretlandi fyrir að brjóta gegn lausn sem hann hlaut þar gegn tryggingu. Hann segist óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Wikileaks hefur blandast inn í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins af afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Vefsíðan birti tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum í aðdraganda kosninganna og hefur Assange verið sakaður um samstarf við Rússa. Því hefur hann hafnað. Breska blaðið The Guardian hélt því fram að Assange hefði fundað á laun með Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í sendiráðinu í London. Kristinn segir þá frétt hafa verið „hraksmánarlega“. Tíðinda sé líklega að vænta af málsókn Wikileaks gegn blaðinu á næstu vikum.
Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03
Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23