Segir tryggingafélög áhugasöm um upplýsingar úr heilsuúrum viðskiptavina Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. janúar 2019 14:24 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar VÍSIR/VILHELM Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“ Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“
Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00
„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00