Miðasalan á bardagakvöld UFC í London í mars hefst í 1. febrúar en það er hægt að tryggja sér miða áður en almenn miðasala hefst.
Þeir sem eru meðlimir í Fight Club hjá UFC geta keypt miða þann 30. janúar og svo er hægt að skrá sig til þess að eiga möguleika á því að kaupa miða 31. janúar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu UFC hér.
Fastlega er búist við því að fjöldi Íslendinga muni leggja leið sína til Lundúna að berja Gunnar augum í búrinu gegn Bretanum Leon Edwards. Bardagi þeirra fer fram þann 16. mars.
Fjöldi góðra bardaga er á dagskrá þetta kvöld sem verður væntanlega mikil upplifun.
Miðasalan á bardaga Gunnars hefst í næstu viku

Tengdar fréttir

Halli Nelson staðfestir bardagann við Edwards
Haraldur Nelson, faðir Gunnars Nelson, staðfesti við Vísi í kvöld að Gunnar mun berjast við Leon Edwards í Lundúnum um miðjan mars. Bardaginn verður næst stærsti bardagi kvöldsins.

UFC staðfestir bardaga Gunnars og Edwards
UFC staðfesti í morgun báða aðalbardagana á bardagakvöldinu í London þann 16. mars næstkomandi.

Gunnar: Leon er frábær andstæðingur
UFC staðfesti í dag að Gunnar Nelson muni mæta Bretanum Leon Edwards í London um miðjan mars. Gunnar hafði óskað eftir því að fá bardaga gegn Edwards þetta kvöld og varð að ósk sinni.

Gunnar: Hnéð er miklu betra en það var í Toronto
Gunnar Nelson er mjög ánægður að hafa fengið bardaga gegn Leon Edwards í mars og hefur ekki áhyggjur af meiðslunum sem hann var að glíma við í Kanada í desember.