Segir nýjan takt í viðræðunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Fjörutíu tillögur voru settar fram af átakshópi til að bregðast við húsnæðisvandanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ríkissáttasemjari er búinn að boða þrjá fundi í næstu viku. Það er kominn nýr taktur í samningaviðræðurnar og ég met það svo að hver fundur færi okkur nær lausn,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir samningafund með Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur og VR sem fór fram í gær. Á fundinum var meðal annars rætt um tillögur átakshóps um aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Það er mitt mat að þetta útspil í húsnæðismálum hafi verið mikilvægt og sé til þess fallið að koma skriði á viðræður við alla hópa. Þetta ávarpar hinn raunverulega vanda sem er að hluti samfélagsins býr við framboðsskort á fasteignamarkaði. Ef það er ráðist að rótum þess vanda þá er það í mínum huga lykillinn að farsælli lausn kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lýsir einnig yfir ánægju með húsnæðistillögurnar frá hópnum og fagnar því að húsnæðismálin séu nú eitt aðalmálanna við kjarasamningaborðið. „Sagan hefur kennt okkur að einmitt í tengslum við kjarasamninga hafa stærstu umbæturnar í húsnæðismálum á Íslandi náð fram að ganga,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg og verkalýðshreyfingin hafi gengið í takt og talað fyrir svipuðum hugmyndum en mikilvægt sé að hafa náð samhljómi við borð þar sem ríkisstjórn og aðrir aðilar vinnumarkaðarins eigi líka sæti. „Ég legg áherslu á að sem flestar og helst allar tillögurnar fari nú í markvissa vinnslu og mér fyndist eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin klári fjármögnun á lykiltillögum til þess að heilbrigðari húsnæðismarkaður verði að veruleika,“ segir Dagur en tillögurnar verða ræddar á fundi borgarráðs í dag. Dagur bætir því við að mjög ánægjulegt sé að sjá að hópurinn hafi áttað sig á samspili góðra samgangna og húsnæðismála. „Það eru beinlínis tímamót að svona breiður hópur sem er að fjalla um húsnæðismál kalli sérstaklega eftir að framkvæmdum við borgarlínu verði hraðað,“ útskýrir borgarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Ríkissáttasemjari er búinn að boða þrjá fundi í næstu viku. Það er kominn nýr taktur í samningaviðræðurnar og ég met það svo að hver fundur færi okkur nær lausn,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir samningafund með Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur og VR sem fór fram í gær. Á fundinum var meðal annars rætt um tillögur átakshóps um aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Það er mitt mat að þetta útspil í húsnæðismálum hafi verið mikilvægt og sé til þess fallið að koma skriði á viðræður við alla hópa. Þetta ávarpar hinn raunverulega vanda sem er að hluti samfélagsins býr við framboðsskort á fasteignamarkaði. Ef það er ráðist að rótum þess vanda þá er það í mínum huga lykillinn að farsælli lausn kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lýsir einnig yfir ánægju með húsnæðistillögurnar frá hópnum og fagnar því að húsnæðismálin séu nú eitt aðalmálanna við kjarasamningaborðið. „Sagan hefur kennt okkur að einmitt í tengslum við kjarasamninga hafa stærstu umbæturnar í húsnæðismálum á Íslandi náð fram að ganga,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg og verkalýðshreyfingin hafi gengið í takt og talað fyrir svipuðum hugmyndum en mikilvægt sé að hafa náð samhljómi við borð þar sem ríkisstjórn og aðrir aðilar vinnumarkaðarins eigi líka sæti. „Ég legg áherslu á að sem flestar og helst allar tillögurnar fari nú í markvissa vinnslu og mér fyndist eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin klári fjármögnun á lykiltillögum til þess að heilbrigðari húsnæðismarkaður verði að veruleika,“ segir Dagur en tillögurnar verða ræddar á fundi borgarráðs í dag. Dagur bætir því við að mjög ánægjulegt sé að sjá að hópurinn hafi áttað sig á samspili góðra samgangna og húsnæðismála. „Það eru beinlínis tímamót að svona breiður hópur sem er að fjalla um húsnæðismál kalli sérstaklega eftir að framkvæmdum við borgarlínu verði hraðað,“ útskýrir borgarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira