Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 19:35 Trump hefur ítrekað hvatt til þess að tengdafaðir Michael Cohen verði rannsakaður. Cohen er lykilvitni í málum sem varða forsetann. Vísir/EPA Vitnisburði Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir þingnefnd hefur verið frestað að ósk hans. Ber hann fyrir sig hótanir forsetans í garð fjölskyldu sinnar undanfarna daga og vikur. Cohen hafði samþykkt að koma fyrir eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings 7. febrúar. Hann var áður persónulegur lögmaður Trump og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, meinsæri og brot á kosningalögum í desember. Cohen hefur fullyrt að hafa framið glæpi að fyrirskipan Trump sjálfs. Í yfirlýsingu sem Lanny Davis, lögmaður Cohen, sendi frá sér í dag kemur fram að vitnisburði Cohen hafi verið frestað að ráði lögmanns. Vísar hann til „áframhaldandi hótana“ Trump forseta og Rudy Giuliani, lögmanns hans, gegn fjölskyldu Cohen auk samvinnu hans við yfirvöld. „Þetta er tími sem herra Cohen verður að setja fjölskyldu sína og öryggi hennar í fyrsta sæti,“ segir í yfirlýsingu Davis. Virðist lögmaðurinn vísa til nokkurra opinberra yfirlýsinga Trump þar sem forsetinn hefur hvatt til þess að tengdafaðir Cohen verði rannsakaður. Yfirlýsingarnar hafa vakið upp spurningar um hvort að forsetinn sé með þeim að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem varðar hann. „Fylgist með tengdaföðurnum!“ tísti Trump á föstudag þegar hann sakaði Cohen um að ljúga til að reyna að stytta fangelsisdóm sinn. Giuliani, lögmaður Trump, varði ummæli Trump um tengdaföðurinn og gaf í skyn að hann hefði tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í New York.Per Lanny Davis, Michael Cohen's trip to Capitol Hill will be postponed to a later date. pic.twitter.com/YeEE3BLPBp— Emily Jane Fox (@emilyjanefox) January 23, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Vitnisburði Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir þingnefnd hefur verið frestað að ósk hans. Ber hann fyrir sig hótanir forsetans í garð fjölskyldu sinnar undanfarna daga og vikur. Cohen hafði samþykkt að koma fyrir eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings 7. febrúar. Hann var áður persónulegur lögmaður Trump og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, meinsæri og brot á kosningalögum í desember. Cohen hefur fullyrt að hafa framið glæpi að fyrirskipan Trump sjálfs. Í yfirlýsingu sem Lanny Davis, lögmaður Cohen, sendi frá sér í dag kemur fram að vitnisburði Cohen hafi verið frestað að ráði lögmanns. Vísar hann til „áframhaldandi hótana“ Trump forseta og Rudy Giuliani, lögmanns hans, gegn fjölskyldu Cohen auk samvinnu hans við yfirvöld. „Þetta er tími sem herra Cohen verður að setja fjölskyldu sína og öryggi hennar í fyrsta sæti,“ segir í yfirlýsingu Davis. Virðist lögmaðurinn vísa til nokkurra opinberra yfirlýsinga Trump þar sem forsetinn hefur hvatt til þess að tengdafaðir Cohen verði rannsakaður. Yfirlýsingarnar hafa vakið upp spurningar um hvort að forsetinn sé með þeim að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem varðar hann. „Fylgist með tengdaföðurnum!“ tísti Trump á föstudag þegar hann sakaði Cohen um að ljúga til að reyna að stytta fangelsisdóm sinn. Giuliani, lögmaður Trump, varði ummæli Trump um tengdaföðurinn og gaf í skyn að hann hefði tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í New York.Per Lanny Davis, Michael Cohen's trip to Capitol Hill will be postponed to a later date. pic.twitter.com/YeEE3BLPBp— Emily Jane Fox (@emilyjanefox) January 23, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07